Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 11:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur áður sagt að hún muni líklega ekki kalla þing saman á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38