Ólíklegt að slitni upp úr samstarfinu núna Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2023 13:01 Eva Marín telur að það snúist meira um ásýnd en annað ef að þing kæmi saman núna. Mynd/Kristinn Ingvarsson/HÍ Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á því að það slitni upp út stjórnarsamstarfi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þrátt fyrir þrjú stór deilumál um hvalveiðar, sölu Íslandsbanka og nú nýjast Lindarhvoll. Óvanalegt sé að fá svona mál upp að sumri en samstarfið virðist sterkt. „Það er náttúrulega búið að blása ansi hressilega um stjórnina núna á síðustu vikum en þau hafa náð að standa af sér þessa hluti á síðustu árum þannig það er spurning hvort þetta bíti nokkuð á,“ segir Eva og að málin séu þó þess eðlis að þau ættu að gera það. „Það sem mér finnst líka áhugavert í þessu er að við erum að horfa á ólíka flokka. Vinstri græn koma að hvalveiðimálinu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sé frekar bendlaður við Lindarhvol og Íslandsbankamálið. Það vegur upp á móti hvoru öðru. Það er erfitt að skammast í eitthvað mál hjá öðrum ef hann bendir svo á annað mál hjá þér,“ segir Eva og að það komi líklega að þeirri ákvörðun þeirra að halda samstarfinu áfram. Hvað varðar ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman segir Eva Marín að það sé ekki endilega þörf á því. Það væri táknrænt að verða við beiðninni núna um til dæmis rannsóknarnefnd en að það myndi líklega ekki mikið gerast í slíkri vinnu fyrr en í haust. „Það er mjög sjaldgæft að þing komi saman þó það séu átakamál,“ segir Eva og að þótt svo að ásýndin sé kannski sú að ekkert sé að gerast geti fólk samt verið að tala saman og vinna að málunum. „Þetta ásýnd blekkir stundum. Það getur verið samtal í gangi bak við.“ Hún segir málin þó mjög alvarleg og að það sé þörf á skýrari svörum en óljóst sé hvort að þau fáist á þingi núna. „Það þarf ekkert að draga úr því að þetta eru alvarleg mál og það eru að koma þarna fram þættir sem skipta almenning máli. En hvort að það sé nóg til að draga út samstarfinu er ekkert endilega víst og ekki endilega samasemmerki þar á milli.“ Hún segir eðlilegt að stjórnarandstaðan óski þess að þing komi saman og að þau vilji gera mikið úr málinu núna. „Ég veit ekki hvort þingið svarar samt einhverju núna. Það væri verið að setja á svið umræðu í þingsal og hvort hún sé það sem við þurfum núna er ekki víst. Ég væri meira til í að fá skýringar og greiningar á því sem hefur gerst og meiri dýpt á málið.“ Hún segir augljóst að almenningur eigi heimtingu á skýrari svörum og útskýringum á ákvarðanatöku innan ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að ræða þessi mál betur og almenningur á heimtingu á skýrari svörum. Bæði ákvarðanatöku í hvalveiðimálinu, ferlinu sem fer þar í gang og hvernig ákvörðunin er tekin, og svo hin málin, að það sé kafað betur ofan í það hvað var þar í gangi.“ Hvar brotalamirnar liggja? „Það augljóst að þarna eru brotalamir … við erum alltaf að reyna að læra af reynslunni þótt að það gangi misjafnlega vel hjá okkur þá er það líka þannig að við þurfum að fá greiningar á hvernig svona ákvarðanir eru teknar svo við getum sett upp girðingar, lært af reynslunni og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Það er náttúrulega búið að blása ansi hressilega um stjórnina núna á síðustu vikum en þau hafa náð að standa af sér þessa hluti á síðustu árum þannig það er spurning hvort þetta bíti nokkuð á,“ segir Eva og að málin séu þó þess eðlis að þau ættu að gera það. „Það sem mér finnst líka áhugavert í þessu er að við erum að horfa á ólíka flokka. Vinstri græn koma að hvalveiðimálinu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sé frekar bendlaður við Lindarhvol og Íslandsbankamálið. Það vegur upp á móti hvoru öðru. Það er erfitt að skammast í eitthvað mál hjá öðrum ef hann bendir svo á annað mál hjá þér,“ segir Eva og að það komi líklega að þeirri ákvörðun þeirra að halda samstarfinu áfram. Hvað varðar ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman segir Eva Marín að það sé ekki endilega þörf á því. Það væri táknrænt að verða við beiðninni núna um til dæmis rannsóknarnefnd en að það myndi líklega ekki mikið gerast í slíkri vinnu fyrr en í haust. „Það er mjög sjaldgæft að þing komi saman þó það séu átakamál,“ segir Eva og að þótt svo að ásýndin sé kannski sú að ekkert sé að gerast geti fólk samt verið að tala saman og vinna að málunum. „Þetta ásýnd blekkir stundum. Það getur verið samtal í gangi bak við.“ Hún segir málin þó mjög alvarleg og að það sé þörf á skýrari svörum en óljóst sé hvort að þau fáist á þingi núna. „Það þarf ekkert að draga úr því að þetta eru alvarleg mál og það eru að koma þarna fram þættir sem skipta almenning máli. En hvort að það sé nóg til að draga út samstarfinu er ekkert endilega víst og ekki endilega samasemmerki þar á milli.“ Hún segir eðlilegt að stjórnarandstaðan óski þess að þing komi saman og að þau vilji gera mikið úr málinu núna. „Ég veit ekki hvort þingið svarar samt einhverju núna. Það væri verið að setja á svið umræðu í þingsal og hvort hún sé það sem við þurfum núna er ekki víst. Ég væri meira til í að fá skýringar og greiningar á því sem hefur gerst og meiri dýpt á málið.“ Hún segir augljóst að almenningur eigi heimtingu á skýrari svörum og útskýringum á ákvarðanatöku innan ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að ræða þessi mál betur og almenningur á heimtingu á skýrari svörum. Bæði ákvarðanatöku í hvalveiðimálinu, ferlinu sem fer þar í gang og hvernig ákvörðunin er tekin, og svo hin málin, að það sé kafað betur ofan í það hvað var þar í gangi.“ Hvar brotalamirnar liggja? „Það augljóst að þarna eru brotalamir … við erum alltaf að reyna að læra af reynslunni þótt að það gangi misjafnlega vel hjá okkur þá er það líka þannig að við þurfum að fá greiningar á hvernig svona ákvarðanir eru teknar svo við getum sett upp girðingar, lært af reynslunni og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent