Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 11:17 Þessi bíll er með ljóta rispu eftir að hafa verið lyklaður á Akureyri um helgina. Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51