Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 11:17 Þessi bíll er með ljóta rispu eftir að hafa verið lyklaður á Akureyri um helgina. Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51