Afmyndun þjóðarsálar Erna Mist skrifar 10. júlí 2023 11:31 Áhugi minn á tilvonandi eldgosi hefur verið yfirstiginn af áhuga mínum á umræðunni í kringum það. Um leið og við byrjum að finna fyrir skjálftahrinum og förum að vænta eftir gosi er það fyrsta sem við viljum vita ekki hvort það muni koma til með að hafa áhrif á loftgæði, búskap eða almenn lífsskilyrði - heldur hvort það verði til þess fallið að auka streymi ferðamanna hingað til lands. Hvenær var þetta falska samasemmerki dregið milli ferðaþjónustunnar og almannahagsmuna? Þegar kemur að ferðaþjónustunni hérlendis má gróflega greina beturborgandi ferðamenn frá óbreyttum túristum, þar sem beturborgandi ferðamenn hvetja til innlendrar uppbyggingar á hágæða upplifunum og faglegri þjónustu, á meðan massatúrisminn eykur framleiðslu láglaunastarfa og plantar lundabúðum sem dreyfa sér eins og lúpínur um miðborgina. Í alþjóðavæddum heimi er sérhver borg vígvöllur tveggja andstæðra afla: menningarinnar og massatúrismans. Borg sem heldur í sérkenni sín, upphefur gildin sín og fagnar eigin sögu er menningarborg - en borg sem gleymir sögu sinni og fórnar sérkennum sínum til að undirgangast alþjóðlega tískustrauma er eins og allar aðrar túristaborgir - fjöldaframleidd og innantóm. Hvar sköpuðust þessi hugrenningatengsl milli fjölda ferðamanna og þjóðarstolts? Hvenær urðu Íslendingar svona hliðhollir starfsgrein sem grefur undan íslenskunni, afmyndar menningareinkenni höfuðborgarinnar, og er svo skringilega skattlögð að hún skilar sér varla í ríkiskassann? Eins og augljós dæmisaga um gæði umfram magn er massatúrisminn tilefnislaust fagnaðarerindi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Erna Mist Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Áhugi minn á tilvonandi eldgosi hefur verið yfirstiginn af áhuga mínum á umræðunni í kringum það. Um leið og við byrjum að finna fyrir skjálftahrinum og förum að vænta eftir gosi er það fyrsta sem við viljum vita ekki hvort það muni koma til með að hafa áhrif á loftgæði, búskap eða almenn lífsskilyrði - heldur hvort það verði til þess fallið að auka streymi ferðamanna hingað til lands. Hvenær var þetta falska samasemmerki dregið milli ferðaþjónustunnar og almannahagsmuna? Þegar kemur að ferðaþjónustunni hérlendis má gróflega greina beturborgandi ferðamenn frá óbreyttum túristum, þar sem beturborgandi ferðamenn hvetja til innlendrar uppbyggingar á hágæða upplifunum og faglegri þjónustu, á meðan massatúrisminn eykur framleiðslu láglaunastarfa og plantar lundabúðum sem dreyfa sér eins og lúpínur um miðborgina. Í alþjóðavæddum heimi er sérhver borg vígvöllur tveggja andstæðra afla: menningarinnar og massatúrismans. Borg sem heldur í sérkenni sín, upphefur gildin sín og fagnar eigin sögu er menningarborg - en borg sem gleymir sögu sinni og fórnar sérkennum sínum til að undirgangast alþjóðlega tískustrauma er eins og allar aðrar túristaborgir - fjöldaframleidd og innantóm. Hvar sköpuðust þessi hugrenningatengsl milli fjölda ferðamanna og þjóðarstolts? Hvenær urðu Íslendingar svona hliðhollir starfsgrein sem grefur undan íslenskunni, afmyndar menningareinkenni höfuðborgarinnar, og er svo skringilega skattlögð að hún skilar sér varla í ríkiskassann? Eins og augljós dæmisaga um gæði umfram magn er massatúrisminn tilefnislaust fagnaðarerindi. Höfundur er listmálari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun