Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 12:12 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira