Skoða hvernig flugvélarflakið verður flutt af vettvangi Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 20:24 Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa stýrir rannsókninni á flugslysinu á Austurlandi í gær. Vísir/Sigurjón Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum. Þegar engin svör bárust fór umfangsmikil leit af stað og flugvélin fannst tveimur tímum síðar með aðstoð farþegaflugvélar Icelandair sem var á leið til Egilsstaða auk ferðaþjónustuþyrlu og fisflugvélar. Við komu þyrlu gæslunnar á vettvang var ljóst að flugmaður auk tveggja farþega voru látnir. Boðað hefur verið til minningarstundar í Egilsstaðakirkju á morgun klukkan sex þar sem kveikt verður á kertum og boðið verður upp á sálrænan stuðning. Lögreglan á Austurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn. „Ég vil byrja á að votta aðstandendum samúð fyrir þeirra missi, “ segir Þorkell Ágústsson, stjórnandi rannsóknarinnar á vegum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann fór á vettvang í gærkvöldi og í nótt ásamt öðrum viðbragðsaðilum til að framkvæma vettvangsrannsókn. „Flugvélin brotlendir þarna í grýttum jarðvegi uppi á hálendi og við erum að afla gagna tengdu þessu flugi og flugvélinni,“ segir Þorkell. Ekki sé hægt að segja til um tildrög slyssins að svo stöddu og ekki sé ljóst á hvaða leið flugvélin var. „Það er ekkert staðfest enn þá og það er það sem við erum að vinna að núna í framhaldi af vettvangsrannsókninni þá fer af stað frumrannsókn og þá kemur það fram,“ segir Þorkell. Verið sé að skoða með hvaða hætti flugvélin verður flutt af vettvangi. „Hún verður færð til í okkar rannsóknarskýli og þar höldum við áfram rannsókn,“ segir Þorkell að lokum. Flugslys við Sauðahnjúka Landhelgisgæslan Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Tengdar fréttir Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þegar engin svör bárust fór umfangsmikil leit af stað og flugvélin fannst tveimur tímum síðar með aðstoð farþegaflugvélar Icelandair sem var á leið til Egilsstaða auk ferðaþjónustuþyrlu og fisflugvélar. Við komu þyrlu gæslunnar á vettvang var ljóst að flugmaður auk tveggja farþega voru látnir. Boðað hefur verið til minningarstundar í Egilsstaðakirkju á morgun klukkan sex þar sem kveikt verður á kertum og boðið verður upp á sálrænan stuðning. Lögreglan á Austurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn. „Ég vil byrja á að votta aðstandendum samúð fyrir þeirra missi, “ segir Þorkell Ágústsson, stjórnandi rannsóknarinnar á vegum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann fór á vettvang í gærkvöldi og í nótt ásamt öðrum viðbragðsaðilum til að framkvæma vettvangsrannsókn. „Flugvélin brotlendir þarna í grýttum jarðvegi uppi á hálendi og við erum að afla gagna tengdu þessu flugi og flugvélinni,“ segir Þorkell. Ekki sé hægt að segja til um tildrög slyssins að svo stöddu og ekki sé ljóst á hvaða leið flugvélin var. „Það er ekkert staðfest enn þá og það er það sem við erum að vinna að núna í framhaldi af vettvangsrannsókninni þá fer af stað frumrannsókn og þá kemur það fram,“ segir Þorkell. Verið sé að skoða með hvaða hætti flugvélin verður flutt af vettvangi. „Hún verður færð til í okkar rannsóknarskýli og þar höldum við áfram rannsókn,“ segir Þorkell að lokum.
Flugslys við Sauðahnjúka Landhelgisgæslan Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Tengdar fréttir Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55