Á degi leiðtogafundar NATO í Litháen Ámundi Loftsson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Hernaður NATO Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar