Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 11. júlí 2023 20:54 Litlu mátti muna þegar bílstjórinn reyndi að komast aftur inn á hægri vegarhelminginn. Arna Sjöfn Ævarsdóttir Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira