Stefnir á endurkomu eftir baráttu við þunglyndi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2023 08:01 Waiters í leik með Lakers. Kevin C. Cox/Getty Images Hinn 31 árs gamli Dion Waiters stefnir á endurkomu í NBA-deildina en hann hefur ekki spilað í henni síðan hann var hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers sumarið 2020. Hann hefur glímt við þunglyndi og segir mikilvægt fyrir fólk að tala við einhvern. Waiters kom inn í NBA-deildina árið 2012 þegar hann Cleveland Cavaliers valdi hann í nýliðavalinu. Árið 2015 færði hann sig yfir til Oklahoma City Thunder og ári síðar fór hann til Miami Heat. Þaðan fór hann svo til Lakers og varð meistari áður en hann varð samningslaus. Síðan þá hefur hann glímt við bæði kvíða og þunglyndi. „Ég var ekki bara ekki að njóta mín. Ég hef hugsað um að vera ekki lengur hér en ég á börn. Ég vil frekar að mér líði illa það sem eftir er af ævi minni frekar en að börnin mín alist upp án þess að faðir þeirra sé til staðar,“ sagði Waiters í viðtali við Bleacher Report eftir opna æfingu nýverið þar sem njósnarar frá NBA-liðum fengu að sjá hvernig líkamlegt ásigkomulag Waiters er. Dion Waiters speaks on depression and personal growth following NBA exitThe 31-year-old is attempting a comeback after a three-year hiatus(via B/R's @ChrisBHaynes) pic.twitter.com/vywNtlPX0N— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 „Það var mikið myrkur. Suma daga lá ég upp í rúmi allan daginn, ég hafði ekkert til að draga mig fram úr. Ég var ekki að mæta á æfingar eða ræktina. Þetta var barátta andlega. Að fara til sálfræðings var mögulega það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég vil að heimurinn viti, sérstaklega okkar samfélag að það er allt í lagi að fara til sálfræðings.“ „Ég lærði að ég var ekki fórnarlambið. Ég þurfti að taka ábyrgð á gjörðum mínum. Ég get nú kennt syni mínum hvað ég gerði rangt svo hann geri ekki sömu mistök og ég. Vill að fólk viti að það er ekki eitt, þetta er ekki endirinn. Ef þú þarft að tala við einhvern þá er ég til staðar,“ sagði Waiters að endingu. Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Waiters kom inn í NBA-deildina árið 2012 þegar hann Cleveland Cavaliers valdi hann í nýliðavalinu. Árið 2015 færði hann sig yfir til Oklahoma City Thunder og ári síðar fór hann til Miami Heat. Þaðan fór hann svo til Lakers og varð meistari áður en hann varð samningslaus. Síðan þá hefur hann glímt við bæði kvíða og þunglyndi. „Ég var ekki bara ekki að njóta mín. Ég hef hugsað um að vera ekki lengur hér en ég á börn. Ég vil frekar að mér líði illa það sem eftir er af ævi minni frekar en að börnin mín alist upp án þess að faðir þeirra sé til staðar,“ sagði Waiters í viðtali við Bleacher Report eftir opna æfingu nýverið þar sem njósnarar frá NBA-liðum fengu að sjá hvernig líkamlegt ásigkomulag Waiters er. Dion Waiters speaks on depression and personal growth following NBA exitThe 31-year-old is attempting a comeback after a three-year hiatus(via B/R's @ChrisBHaynes) pic.twitter.com/vywNtlPX0N— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 „Það var mikið myrkur. Suma daga lá ég upp í rúmi allan daginn, ég hafði ekkert til að draga mig fram úr. Ég var ekki að mæta á æfingar eða ræktina. Þetta var barátta andlega. Að fara til sálfræðings var mögulega það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég vil að heimurinn viti, sérstaklega okkar samfélag að það er allt í lagi að fara til sálfræðings.“ „Ég lærði að ég var ekki fórnarlambið. Ég þurfti að taka ábyrgð á gjörðum mínum. Ég get nú kennt syni mínum hvað ég gerði rangt svo hann geri ekki sömu mistök og ég. Vill að fólk viti að það er ekki eitt, þetta er ekki endirinn. Ef þú þarft að tala við einhvern þá er ég til staðar,“ sagði Waiters að endingu.
Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira