Skapandi greinar og þróun á vinnumarkaði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 14. júlí 2023 09:30 Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun. Sumt í þeim efnum er fyrirséð og sumu er beinlínis stjórnað, ýmist með aðkomu stjórnvalda eða með öðrum hætti. Annað vex eins og villigróður við vegkantinn og uppgötvast svo skyndilega að er orðið ein af burðarstoðum íslensks atvinnulífs. Menningarvísar og hagræn áhrif Fyrr í sumar var formlega tilkynnt um stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina, sem er samstarfsverkefni fimm háskóla með stuðningi stjórnvalda, og verður heimili þess við Háskólann á Bifröst. Setrinu er ætlað að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina. Í lista- og menningargeiranum hefur lengi verið kallað eftir viðurkenningu á mikilvægi þessara greina fyrir atvinnulíf og þjóðarhag. Slík viðurkenning verður ekki göldruð upp úr hatti, heldur þarf hún að byggja á tölulegum gögnum og standast mælingar hagfræðinnar líkt og gildir um aðrar atvinnugreinar. Rúmur áratugur er síðan fyrstu tölulegu gögnin um hagræn áhrif skapandi greina voru birt og á síðustu árum hefur Hagstofa Íslands verið að þróa menningarvísa, sem eru hagrænir mælikvarðar um menningu og skapandi greinar. Nýjustu menningarvísarnir sýna að rekstrartekjur greinanna árið 2021 námu rúmum 126 milljörðum króna og fara hækkandi milli ára. Einnig að árið 2022 störfuðu 15.400 á aldursbilinu 16-74 ára í menningu og skapandi greinum, sem nemur 7,3% af heildarfjölda starfandi á vinnumarkaði. Upplýsingar af þessu tagi verða efniviður þeirra rannsókna sem hið nýstofnaða setur mun framkvæma. Tryggar undirstöður og rými til að skapa Innst inni vitum við öll að listir og menning skipta samfélag okkar verulegu máli og að gildi þeirra verður ekki einungis mælt í hagstærðum. Það er líka vitað að störf skapandi einstaklinga, t.d. á vettvangi lista og hönnunar, eru að ýmsu leyti eðlisólík þeim störfum sem eru best þekkt og mest rannsökuð í samfélaginu. Viðurkenningu þessa má sjá í ýmsum kerfum sem stjórnvöld, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, hafa komið sér upp til að tryggja listafólki rými til að skapa. Hér byggir kerfið á starfslaunum listamanna sem bundið er í lög nr. 57 frá 2009, en þau fylgja að meginstefnu til eldri lögum sem voru sett 1991. Kerfi þetta er því komið til ára sinna enda hefur lengi verið kallað eftir því í samfélagi listafólks að það verði endurnýjað og fái að þróast með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Vonir hafa verið bundnar við yfirlýsingu í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, sem kveður á um að að tyggja beri undirstöður íslensks menningar- og listalífs og skapa ný tækifæri fyrir íslenska listamenn. Hægt virðist þó ganga að endurskoða löggjöfina og ekki hefur heyrst að ákall um meiri fyrirsjáanleika í kerfinu, langtímahgusun eða tíðari úthlutanir hafi fengið nægilegan hljómgrunn stjórnvalda. Ekki hefur heldur heyrst hvort hér verða innleiddar nýjungar á borð við launatryggingarkerfi að norrænni fyrirmynd eða sambærilegt nýlegt írsku tilraunaverkefni sem ætlað er að örva frumsköpun listafólks. Þekkingarsköpun og fjölbreytt atvinnulíf Listaháskóli Íslands hefur verið í stöðugri þróun frá því hann hóf starfsemi 1999, deildum hefur fjölgað, nám á meistarastigi verið þróað og hugmyndir að doktorsnámi komnar vel á veg ásamt því að rannsóknarstarf hefur eflst. Allt leiðir þetta til fjölgunar atvinnufólks í listum, hönnun og fjölbreyttum atvinnugreinum menningar. Nú er svo komið að sex af tuttugu og átta aðildarfélögum BHM eru félög fólks með háskólamenntun sem starfar í skapandi greinum, listum og hönnun. Þar með opnast tækifæri til aukins samstarfs á vettvangi kjaramála og kjaratölfræði innan geirans, samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir verður nærtækari og kortlagning á starfsumhverfi greinanna markvissari. Allt er þetta liður í þekkingarsköpun í þágu fjölbreyttara atvinnulífs. Vinnumarkaðurinn er í örri þróun og mikilla breytinga að vænta í nánustu framtíð, nægir að nefna áhrif gervigreindar og umskipti í þágu vistvænna framleiðsluhátta. Í þeim breytingum munu listir og skapandi greinar leika mikilvægt hlutverk og gildi þeirra án efa aukast til muna. Vinnumarkaðurinn kallar á skapandi lausnir á öllum sviðum og úr ólíkum áttum koma óskir um hönnuði og annað skapandi fólk til starfa, fólk sem hugsar út fyrir boxið, kemur auga á óvæntar lausnir og hefur lag á að leiða hvers konar verkefni inn á skapandi brautir. Það liggur því í augum uppi að rannsóknarspurningarnar sem bíða fræðimanna á vettvangi lista og skapandi greina eru gríðarlega spennandi, alls konar og óteljandi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun. Sumt í þeim efnum er fyrirséð og sumu er beinlínis stjórnað, ýmist með aðkomu stjórnvalda eða með öðrum hætti. Annað vex eins og villigróður við vegkantinn og uppgötvast svo skyndilega að er orðið ein af burðarstoðum íslensks atvinnulífs. Menningarvísar og hagræn áhrif Fyrr í sumar var formlega tilkynnt um stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina, sem er samstarfsverkefni fimm háskóla með stuðningi stjórnvalda, og verður heimili þess við Háskólann á Bifröst. Setrinu er ætlað að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina. Í lista- og menningargeiranum hefur lengi verið kallað eftir viðurkenningu á mikilvægi þessara greina fyrir atvinnulíf og þjóðarhag. Slík viðurkenning verður ekki göldruð upp úr hatti, heldur þarf hún að byggja á tölulegum gögnum og standast mælingar hagfræðinnar líkt og gildir um aðrar atvinnugreinar. Rúmur áratugur er síðan fyrstu tölulegu gögnin um hagræn áhrif skapandi greina voru birt og á síðustu árum hefur Hagstofa Íslands verið að þróa menningarvísa, sem eru hagrænir mælikvarðar um menningu og skapandi greinar. Nýjustu menningarvísarnir sýna að rekstrartekjur greinanna árið 2021 námu rúmum 126 milljörðum króna og fara hækkandi milli ára. Einnig að árið 2022 störfuðu 15.400 á aldursbilinu 16-74 ára í menningu og skapandi greinum, sem nemur 7,3% af heildarfjölda starfandi á vinnumarkaði. Upplýsingar af þessu tagi verða efniviður þeirra rannsókna sem hið nýstofnaða setur mun framkvæma. Tryggar undirstöður og rými til að skapa Innst inni vitum við öll að listir og menning skipta samfélag okkar verulegu máli og að gildi þeirra verður ekki einungis mælt í hagstærðum. Það er líka vitað að störf skapandi einstaklinga, t.d. á vettvangi lista og hönnunar, eru að ýmsu leyti eðlisólík þeim störfum sem eru best þekkt og mest rannsökuð í samfélaginu. Viðurkenningu þessa má sjá í ýmsum kerfum sem stjórnvöld, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, hafa komið sér upp til að tryggja listafólki rými til að skapa. Hér byggir kerfið á starfslaunum listamanna sem bundið er í lög nr. 57 frá 2009, en þau fylgja að meginstefnu til eldri lögum sem voru sett 1991. Kerfi þetta er því komið til ára sinna enda hefur lengi verið kallað eftir því í samfélagi listafólks að það verði endurnýjað og fái að þróast með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Vonir hafa verið bundnar við yfirlýsingu í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, sem kveður á um að að tyggja beri undirstöður íslensks menningar- og listalífs og skapa ný tækifæri fyrir íslenska listamenn. Hægt virðist þó ganga að endurskoða löggjöfina og ekki hefur heyrst að ákall um meiri fyrirsjáanleika í kerfinu, langtímahgusun eða tíðari úthlutanir hafi fengið nægilegan hljómgrunn stjórnvalda. Ekki hefur heldur heyrst hvort hér verða innleiddar nýjungar á borð við launatryggingarkerfi að norrænni fyrirmynd eða sambærilegt nýlegt írsku tilraunaverkefni sem ætlað er að örva frumsköpun listafólks. Þekkingarsköpun og fjölbreytt atvinnulíf Listaháskóli Íslands hefur verið í stöðugri þróun frá því hann hóf starfsemi 1999, deildum hefur fjölgað, nám á meistarastigi verið þróað og hugmyndir að doktorsnámi komnar vel á veg ásamt því að rannsóknarstarf hefur eflst. Allt leiðir þetta til fjölgunar atvinnufólks í listum, hönnun og fjölbreyttum atvinnugreinum menningar. Nú er svo komið að sex af tuttugu og átta aðildarfélögum BHM eru félög fólks með háskólamenntun sem starfar í skapandi greinum, listum og hönnun. Þar með opnast tækifæri til aukins samstarfs á vettvangi kjaramála og kjaratölfræði innan geirans, samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir verður nærtækari og kortlagning á starfsumhverfi greinanna markvissari. Allt er þetta liður í þekkingarsköpun í þágu fjölbreyttara atvinnulífs. Vinnumarkaðurinn er í örri þróun og mikilla breytinga að vænta í nánustu framtíð, nægir að nefna áhrif gervigreindar og umskipti í þágu vistvænna framleiðsluhátta. Í þeim breytingum munu listir og skapandi greinar leika mikilvægt hlutverk og gildi þeirra án efa aukast til muna. Vinnumarkaðurinn kallar á skapandi lausnir á öllum sviðum og úr ólíkum áttum koma óskir um hönnuði og annað skapandi fólk til starfa, fólk sem hugsar út fyrir boxið, kemur auga á óvæntar lausnir og hefur lag á að leiða hvers konar verkefni inn á skapandi brautir. Það liggur því í augum uppi að rannsóknarspurningarnar sem bíða fræðimanna á vettvangi lista og skapandi greina eru gríðarlega spennandi, alls konar og óteljandi. Höfundur er formaður BHM.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun