James Harden staðráðinn í að hefja leik með Clippers í haust Siggeir Ævarsson skrifar 15. júlí 2023 12:46 James Harden í leik gegn Golden State Warriors Vísir/Getty Sagan endalausa um möguleg félagaskipti James Harden heldur áfram en hann er nú sagður staðráðinn í að hefja komandi tímabil sem leikmaður Los Angeles Clippers. Fyrr í sumar hafði Harden ákveðið að nýta sér ekki eins árs framlengingarákvæði í samningi sínum og freista gæfunnar ósamningsbundinn á leikmannamarkaðnum. Kom þó fljótlega í ljós að áhugi annarra liða á leikmanninum var minni en hann hafði reiknað með og ekki hjálpuðu stífar launakröfur hans til. Mikið var rætt um mögulega endurkomu hans til Houston Rockets, en ekkert varð úr þeim orðrómi og að lokum ákvað Harden að taka ekki þá áhættu að eiga ekki fyrir salti í grautinn næsta vetur og framlengdi samning sinn við 76ers rétt fyrir mánaðamót. Það þýðir þó ekki að Harden hafi áhuga á að vera áfram búsettur í heimaborg Rocky Balboa. Heimildamenn nátengdir Harden segja að hann sé ósáttur við það hvernig Daryl Morey, forseti 76ers, hefur höndlað möguleg félagaskipti hans og nú ætli hann sér að skipta yfir til Los Angeles Clippers, sama hvað. Á meðan Harden bíður eftir félagaskiptum heldur hann þó áfram að umgangast liðsfélaga sína hjá 76ers en hann og Joel Embid sáust skemmta sér saman í Vegas á dögunum og fór vel á með þeim. Embid lét hafa eftir sér að hann vonaðist eftir því að Harden skipti um skoðun en hann virðist hafa gert upp hug sinn um framtíðina. James Harden still wants out of Philadelphia and is determined to end up with the Clippers, per @sam_amick Harden s stance has not changed, a source close to him told The Athletic. He still wants to leave Philadelphia. He s still upset with how Morey handled his situation pic.twitter.com/KwnRE1CTXX— NBACentral (@TheNBACentral) July 13, 2023 NBA Körfubolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Fyrr í sumar hafði Harden ákveðið að nýta sér ekki eins árs framlengingarákvæði í samningi sínum og freista gæfunnar ósamningsbundinn á leikmannamarkaðnum. Kom þó fljótlega í ljós að áhugi annarra liða á leikmanninum var minni en hann hafði reiknað með og ekki hjálpuðu stífar launakröfur hans til. Mikið var rætt um mögulega endurkomu hans til Houston Rockets, en ekkert varð úr þeim orðrómi og að lokum ákvað Harden að taka ekki þá áhættu að eiga ekki fyrir salti í grautinn næsta vetur og framlengdi samning sinn við 76ers rétt fyrir mánaðamót. Það þýðir þó ekki að Harden hafi áhuga á að vera áfram búsettur í heimaborg Rocky Balboa. Heimildamenn nátengdir Harden segja að hann sé ósáttur við það hvernig Daryl Morey, forseti 76ers, hefur höndlað möguleg félagaskipti hans og nú ætli hann sér að skipta yfir til Los Angeles Clippers, sama hvað. Á meðan Harden bíður eftir félagaskiptum heldur hann þó áfram að umgangast liðsfélaga sína hjá 76ers en hann og Joel Embid sáust skemmta sér saman í Vegas á dögunum og fór vel á með þeim. Embid lét hafa eftir sér að hann vonaðist eftir því að Harden skipti um skoðun en hann virðist hafa gert upp hug sinn um framtíðina. James Harden still wants out of Philadelphia and is determined to end up with the Clippers, per @sam_amick Harden s stance has not changed, a source close to him told The Athletic. He still wants to leave Philadelphia. He s still upset with how Morey handled his situation pic.twitter.com/KwnRE1CTXX— NBACentral (@TheNBACentral) July 13, 2023
NBA Körfubolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira