Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. júlí 2023 22:36 Stefán Gauti Stefánsson er með MS sjúkdóminn og hefur ítrekað slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á hjólastólaaðgengi. Vísir/Ívar Fannar Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. Stefán er fjörutíu og þriggja ára og greindist með MS sjúkdóminn árið 2018. Hann er í hjólastól og lamaður á vinstri hlið. Árið 2018 var Stefán á almennum leigumarkaði og missti íbúð sína þegar hún var seld. Í kjölfarið varð hann heimilislaus þar það reyndist honum erfitt að finna íbúð á almennum leigumarkaði með hjólastólaaðgengi. Þá var hann á biðlista eftir félagslegu húsnæði og svo fór að hann endaði í Gistiskýlinu við Lindargötu. Eftir um það bil þriggja mánaða veru í þar fékk Stefán svo íbúð hjá Félagsbústöðum. Algjör martröð „Þá troða þeir mér hingað og reyna að ljúga því að mér að þetta sé íbúð alveg sérstaklega ætluð fyrir hreyfihamlaða og fólk í hjólastól sem er náttúrulega bara haugalygi,“ segir Stefán. Það sé algjör martröð að vera í hjólastól í íbúðinni. Við komuna til Stefáns mátti sjá miklar skemmdir á veggjum enda ansi þröngt og lítið pláss fyrir rafmagnshjólastól Stefáns. „Ég kemst ekki neitt ég kemst aðeins inn á klósett ef ég skil stólinn eftir úti og nánast skríð inn á klósett. Ég kemst ekki inn í eldhús ég kemst inn er ég þarf að bakka út. Ég get ekki snúið við ég þurfti að færa ísskápinn hingað fram bara svo ég gæti komist í hann,“ segir Stefán og bendir á ísskápinn í stofunni. Hann hefur ítrekað óskað eftir að breytingar verði gerðar á íbúðinni. Meðal annars stækkun á baðherbergishurðinni sem hann kemst ekki inn um í hjólastólnum þar sem hurðin er 70 sentímetrar en hjólastóllinn níutíu. Stefán segir svör Félagsbústaða loðin. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt.“ Ítrekað dottið og slasast Lögmaður Stefáns óskaði eftir svörum frá Félagsbústöðum vegna málsins þann 15. júní síðastliðinn en þar kemur meðal annars fram að hætta stafi af skorti á aðgengi. Stefán hafi ítrekað dottið og slasast við það að fara úr stólnum við baðherbergisdyrnar. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt,“ segir Stefán en blóðslettur má sjá á veggjum heimilisins. Í svari Félagsbústaða til lögmanns Stefáns kemur fram að þeim beri engin skylda til breyta leiguíbúð. Þá hafi niðurstaða heimaathugunar leitt í ljós að íbúðin mæti ekki þörfum hans og því þætti ekki réttlætanlegt að fara í nefndar breytingar á íbúðinni sem auk þess væru kostnaðarsamar. Ánægður með staðsetninguna Stefán ætti að óska eftir milliflutning en Stefáni hugnast það ekki. „Þau vilja troða mér upp í Úlfarsárdal, eins langt í burtu frá læknum og allri þjónustu sem ég þarf,“ segir Stefán en hann býr nú við Mjóddina þar sem stutt er í alla þjónustu. Að sögn Stefáns hefur honum verið hafnað um NPA-þjónustu á þeim grundvelli að það væri ekki nógu vel reynt á þjónustu félagsþjónustunnar. Hann er með heimilisþrif einu sinni í viku en Stefán segir því ekki sinnt vel. „Ekki minnast á það, þau eru búin að ræna mig svo rosalega. Svindla og svíkja á mér. Þetta eru fleiri hundruð þúsund,“ segir Stefán og bætir við að það sé hrikalega illa þrifið. „Til dæmis í síðustu viku komu þær og settu bara í þvottavél. Ryksuguðu ekki, tóku ekki ruslið, skiptu ekki á rúminu, ekki neitt.“ Vísa á Reykjavíkurborg Stefán telur það vera einfalt verk að lagfæra íbúðina svo hún henti honum en Félagsbústaðir eru ekki sammála. Þeir hafa meðal annars bent Stefáni á að hafa samband við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Miðað við lýsingar á líkamlegu ástandi hans kann hann að uppfylla skilyrði þess að fá úthlutað húsnæði fyrir fatlaða,“ segir jafnframt í bréfi frá lögmanni Félagsbústaða til lögmanns Stefáns. Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. 11. júní 2023 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Stefán er fjörutíu og þriggja ára og greindist með MS sjúkdóminn árið 2018. Hann er í hjólastól og lamaður á vinstri hlið. Árið 2018 var Stefán á almennum leigumarkaði og missti íbúð sína þegar hún var seld. Í kjölfarið varð hann heimilislaus þar það reyndist honum erfitt að finna íbúð á almennum leigumarkaði með hjólastólaaðgengi. Þá var hann á biðlista eftir félagslegu húsnæði og svo fór að hann endaði í Gistiskýlinu við Lindargötu. Eftir um það bil þriggja mánaða veru í þar fékk Stefán svo íbúð hjá Félagsbústöðum. Algjör martröð „Þá troða þeir mér hingað og reyna að ljúga því að mér að þetta sé íbúð alveg sérstaklega ætluð fyrir hreyfihamlaða og fólk í hjólastól sem er náttúrulega bara haugalygi,“ segir Stefán. Það sé algjör martröð að vera í hjólastól í íbúðinni. Við komuna til Stefáns mátti sjá miklar skemmdir á veggjum enda ansi þröngt og lítið pláss fyrir rafmagnshjólastól Stefáns. „Ég kemst ekki neitt ég kemst aðeins inn á klósett ef ég skil stólinn eftir úti og nánast skríð inn á klósett. Ég kemst ekki inn í eldhús ég kemst inn er ég þarf að bakka út. Ég get ekki snúið við ég þurfti að færa ísskápinn hingað fram bara svo ég gæti komist í hann,“ segir Stefán og bendir á ísskápinn í stofunni. Hann hefur ítrekað óskað eftir að breytingar verði gerðar á íbúðinni. Meðal annars stækkun á baðherbergishurðinni sem hann kemst ekki inn um í hjólastólnum þar sem hurðin er 70 sentímetrar en hjólastóllinn níutíu. Stefán segir svör Félagsbústaða loðin. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt.“ Ítrekað dottið og slasast Lögmaður Stefáns óskaði eftir svörum frá Félagsbústöðum vegna málsins þann 15. júní síðastliðinn en þar kemur meðal annars fram að hætta stafi af skorti á aðgengi. Stefán hafi ítrekað dottið og slasast við það að fara úr stólnum við baðherbergisdyrnar. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt,“ segir Stefán en blóðslettur má sjá á veggjum heimilisins. Í svari Félagsbústaða til lögmanns Stefáns kemur fram að þeim beri engin skylda til breyta leiguíbúð. Þá hafi niðurstaða heimaathugunar leitt í ljós að íbúðin mæti ekki þörfum hans og því þætti ekki réttlætanlegt að fara í nefndar breytingar á íbúðinni sem auk þess væru kostnaðarsamar. Ánægður með staðsetninguna Stefán ætti að óska eftir milliflutning en Stefáni hugnast það ekki. „Þau vilja troða mér upp í Úlfarsárdal, eins langt í burtu frá læknum og allri þjónustu sem ég þarf,“ segir Stefán en hann býr nú við Mjóddina þar sem stutt er í alla þjónustu. Að sögn Stefáns hefur honum verið hafnað um NPA-þjónustu á þeim grundvelli að það væri ekki nógu vel reynt á þjónustu félagsþjónustunnar. Hann er með heimilisþrif einu sinni í viku en Stefán segir því ekki sinnt vel. „Ekki minnast á það, þau eru búin að ræna mig svo rosalega. Svindla og svíkja á mér. Þetta eru fleiri hundruð þúsund,“ segir Stefán og bætir við að það sé hrikalega illa þrifið. „Til dæmis í síðustu viku komu þær og settu bara í þvottavél. Ryksuguðu ekki, tóku ekki ruslið, skiptu ekki á rúminu, ekki neitt.“ Vísa á Reykjavíkurborg Stefán telur það vera einfalt verk að lagfæra íbúðina svo hún henti honum en Félagsbústaðir eru ekki sammála. Þeir hafa meðal annars bent Stefáni á að hafa samband við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Miðað við lýsingar á líkamlegu ástandi hans kann hann að uppfylla skilyrði þess að fá úthlutað húsnæði fyrir fatlaða,“ segir jafnframt í bréfi frá lögmanni Félagsbústaða til lögmanns Stefáns.
Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. 11. júní 2023 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. 11. júní 2023 21:00