Er metanvæðingin óttalegt prump? Ottó Elíasson skrifar 17. júlí 2023 13:00 Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál. Þrátt fyrir þetta hafa innviðir rýrnað og framleiðslan á metani frá aflögðum urðunarstað á Glerárdal ofan Akureyrar hefur verið til vandræða. Þá hefur Akureyrarbær nýverið tekið ákvörðun um að veðja ekki lengur á metan-hestinn fyrir strætisvagna bæjarins, því hann er orðinn einsog Sörli eftir Skúlaskeið, með blóðga leggi og brostin lungu, og vonlegt er að hann detti dauður niður á bökkum Glerár innan örfárra ára. Í sömu andrá ber framkvæmdastjóri FÍB af því fregnir að örfáir metanbílar hafi verið fluttir inn til landsins uppá síðkastið, og skýrist þetta fyrst og fremst af fátæklegum innviðum. Það er sannarlega dapurlegt ef það verður niðurstaðan að metan-stöðinni á Akureyri verði á endanum lokað, og ekki verði lengur unnt að aka landshluta á milli á þessum ágæta orkugjafa. En hvað er málið með þetta metan? Við sem samfélag gætum auðvitað tekið ákvörðun um að hætta þessu metan-brasi og fasað þá tækni út hérlendis, þetta er kannski bara deyjandi tækni, einsog látið var í veðri vaka í nýlegri frétt á RÚV? Eigum við ekki nóg rafmagn í rafbílaflotann? Okkur gengur nú ágætlega að kaupa rafbíla, við flytjum jú inn næstflesta rafbíla í heimi (m.v. höfðatölu), og það er sannarlega hið besta mál. En þrátt fyrir aukin innkaup á rafbílum stefnir í að við sláum met í olíuinnflutningi til landsins í ár. Árlega brennum við nefnilega um milljón tonnum af olíu til að knýja áfram samfélagið. Það samsvarar um 1000 Laugardalslaugum á hverju ári. Þrjár laugar á dag, í ljósum logum. Ein frá miðnætti fram að hádegi, önnur frá hádegi fram yfir kvöldfréttir sjónvarps og sú þriðja aftur fram að miðnætti. Til að ná markmiðum okkar um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þurfum við að trappa niður notkun okkar um 60 Laugardalslaugar á ári. Það er ærið verkefni. Því þótt rafbílaumskiptin gangi ágætlega er af nógu að taka þegar kemur að orkuskiptum. Sem samfélag höfum við ekki efni á því að glutra niður tækifærum til orkuskipta. Metanið er einföld og þekkt leið, þótt hún þyki kannski pínu gamaldags og ekki alveg jafn rennileg og glansandi Tesla. Metan verður áfram að vera hluti af eldsneytisflórunni á Íslandi. Það er einmitt stefnan á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Framleiðsla á metangasi úr lífmassa hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum 10 árum í Evrópu. Með REPowerEU orkustefnu ESB, er ráðgert að tífalda framleiðslu á metangasi fyrir árið 2030. Þó það gæti orðið snúið í sjálfu sér að ná því markmiði, er alveg ljóst að metangas mun gegna þónokkru hlutverki í orkuskiptum í Evrópu, og því ætti það ekki líka að geta gengið hér? Ennfremur má benda á að lífmassi, sem nýta má til framleiðslu á metangasi, er að stærstum hluta nær ónýtt auðlind á Íslandi. Þessari auðlind er sóað. Með uppbyggingu á lífgasvinnslu t.d. í Líforkugörðum á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýtti aðföng jafnvel víðar að landinu, mætti ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem næmi um 1% af samdráttarmarkmiðum okkar fyrir árið 2030. Það er drjúgt. Uppgjörið vegna Kyoto samkomulagsins mun að líkindum kosta ríkissjóð um 800 milljónir, og verðmiðinn fyrir að brjóta Parísarsamkomulagið verður talsvert hærri ef fram heldur sem horfir. Það er miklu betra að þessa fjármuni núna til uppbyggingar innanlands og fjárfesta í gagnreyndum og þekktum lausnum sem vitað er að skila árangri, og nýta jafnframt auðlindir sem nú er að miklu leyti sóað. Nýtum þær lífauðlindir sem hent er í dag til að framleiða metangas á samgöngutæki og eflum þann markað sem þó hefur skapast og tryggjum stöðugleika í framboði á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til framtíðar, sem marka eina fjölförnustu leið landsins. Að endingu er ágætt að hafa eftirfarandi staðreynd í huga. Í fallegri, (vonandi ekki alltof) fjarlægri framtíð, þegar samfélagið og hagkerfið verða óháð jarðefnaeldsneyti, og allri okkar orkunotkun verður svalað með sól, vindi, vatnsföllum og jarðhita, verður samt ennþá til metangas. Meðan mannfólk borðar mat og stundar landbúnað, hvort sem er dýrahald eða akuryrkju, verður alltaf til metangas við óhjákvæmilegt niðurbrot á lífrænu efni. Og metangasi er alltaf betra að brenna, t.d. í brunavél bíls, frekar en að leyfa því að gufa uppí lofthjúpinn. Höfundur er rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Akureyri Sorphirða Orkumál Sorpa Bensín og olía Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál. Þrátt fyrir þetta hafa innviðir rýrnað og framleiðslan á metani frá aflögðum urðunarstað á Glerárdal ofan Akureyrar hefur verið til vandræða. Þá hefur Akureyrarbær nýverið tekið ákvörðun um að veðja ekki lengur á metan-hestinn fyrir strætisvagna bæjarins, því hann er orðinn einsog Sörli eftir Skúlaskeið, með blóðga leggi og brostin lungu, og vonlegt er að hann detti dauður niður á bökkum Glerár innan örfárra ára. Í sömu andrá ber framkvæmdastjóri FÍB af því fregnir að örfáir metanbílar hafi verið fluttir inn til landsins uppá síðkastið, og skýrist þetta fyrst og fremst af fátæklegum innviðum. Það er sannarlega dapurlegt ef það verður niðurstaðan að metan-stöðinni á Akureyri verði á endanum lokað, og ekki verði lengur unnt að aka landshluta á milli á þessum ágæta orkugjafa. En hvað er málið með þetta metan? Við sem samfélag gætum auðvitað tekið ákvörðun um að hætta þessu metan-brasi og fasað þá tækni út hérlendis, þetta er kannski bara deyjandi tækni, einsog látið var í veðri vaka í nýlegri frétt á RÚV? Eigum við ekki nóg rafmagn í rafbílaflotann? Okkur gengur nú ágætlega að kaupa rafbíla, við flytjum jú inn næstflesta rafbíla í heimi (m.v. höfðatölu), og það er sannarlega hið besta mál. En þrátt fyrir aukin innkaup á rafbílum stefnir í að við sláum met í olíuinnflutningi til landsins í ár. Árlega brennum við nefnilega um milljón tonnum af olíu til að knýja áfram samfélagið. Það samsvarar um 1000 Laugardalslaugum á hverju ári. Þrjár laugar á dag, í ljósum logum. Ein frá miðnætti fram að hádegi, önnur frá hádegi fram yfir kvöldfréttir sjónvarps og sú þriðja aftur fram að miðnætti. Til að ná markmiðum okkar um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þurfum við að trappa niður notkun okkar um 60 Laugardalslaugar á ári. Það er ærið verkefni. Því þótt rafbílaumskiptin gangi ágætlega er af nógu að taka þegar kemur að orkuskiptum. Sem samfélag höfum við ekki efni á því að glutra niður tækifærum til orkuskipta. Metanið er einföld og þekkt leið, þótt hún þyki kannski pínu gamaldags og ekki alveg jafn rennileg og glansandi Tesla. Metan verður áfram að vera hluti af eldsneytisflórunni á Íslandi. Það er einmitt stefnan á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Framleiðsla á metangasi úr lífmassa hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum 10 árum í Evrópu. Með REPowerEU orkustefnu ESB, er ráðgert að tífalda framleiðslu á metangasi fyrir árið 2030. Þó það gæti orðið snúið í sjálfu sér að ná því markmiði, er alveg ljóst að metangas mun gegna þónokkru hlutverki í orkuskiptum í Evrópu, og því ætti það ekki líka að geta gengið hér? Ennfremur má benda á að lífmassi, sem nýta má til framleiðslu á metangasi, er að stærstum hluta nær ónýtt auðlind á Íslandi. Þessari auðlind er sóað. Með uppbyggingu á lífgasvinnslu t.d. í Líforkugörðum á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýtti aðföng jafnvel víðar að landinu, mætti ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem næmi um 1% af samdráttarmarkmiðum okkar fyrir árið 2030. Það er drjúgt. Uppgjörið vegna Kyoto samkomulagsins mun að líkindum kosta ríkissjóð um 800 milljónir, og verðmiðinn fyrir að brjóta Parísarsamkomulagið verður talsvert hærri ef fram heldur sem horfir. Það er miklu betra að þessa fjármuni núna til uppbyggingar innanlands og fjárfesta í gagnreyndum og þekktum lausnum sem vitað er að skila árangri, og nýta jafnframt auðlindir sem nú er að miklu leyti sóað. Nýtum þær lífauðlindir sem hent er í dag til að framleiða metangas á samgöngutæki og eflum þann markað sem þó hefur skapast og tryggjum stöðugleika í framboði á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til framtíðar, sem marka eina fjölförnustu leið landsins. Að endingu er ágætt að hafa eftirfarandi staðreynd í huga. Í fallegri, (vonandi ekki alltof) fjarlægri framtíð, þegar samfélagið og hagkerfið verða óháð jarðefnaeldsneyti, og allri okkar orkunotkun verður svalað með sól, vindi, vatnsföllum og jarðhita, verður samt ennþá til metangas. Meðan mannfólk borðar mat og stundar landbúnað, hvort sem er dýrahald eða akuryrkju, verður alltaf til metangas við óhjákvæmilegt niðurbrot á lífrænu efni. Og metangasi er alltaf betra að brenna, t.d. í brunavél bíls, frekar en að leyfa því að gufa uppí lofthjúpinn. Höfundur er rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar