Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2023 23:31 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í sumar. EPA/VALDA KALNINA Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025. Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir. Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir.
Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent