Hákon Arnar kynntur til leiks með eldfjallamyndbandi: Fær sjöuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2023 20:41 Hákon Arnar er mættur til Lille. Lille Franska efstu deildarliðið Lille hefur kynnt Hákon Arnar Haraldsson til leiks. Hann kemur frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar en er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Engu var til sparað í kynningunni og þá mun Hákon Arnar klæðast treyju númer 7 hjá félaginu. Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira