„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2023 13:04 Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt. Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08