Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 06:47 Már segir ástandið munu batna eftir tvær vikur þegar fólk fer að skila sér úr sumarfríum. Stöð 2/Sigurjón Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta. Þetta segir Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. Að sögn Más var reiknað með töluverðri aðsókn í sumar vegna slysa, ekki síst vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna. Hins vegar hafi komið á óvart hversu margir hafi þurft að sækja þjónustu vegna umgangspesta og sýkinga. „Það eru á hverjum degi alltaf einhverjir ferðamenn sem koma. Það sem er svolítið óvænt og óvanalegt fyrir þennan árstíma er að það er búið að vera óvanalega mikið af pestum. Það hafa verið bæði öndunarfæraveirur og nóróveirusýkingar. Þessi umferðaróhöpp og frítímaslys hafa líka verið nokkuð mörg,“ segir Már. Þá segir hann kórónuveiruna enn vera að valda álagi en töluverður fjöldi sé enn að sækja þjónustu vegna Covid-19. Sumarleyfi setja að sjálfsögðu strik í reikninginn, líkt og búast má við. „Það eru erfiðleikar vegna sumarleyfa annarra þjónustustiga. Líka meðal okkar starfsfólks. Það dregur úr hraða og afköstum. Það er öðruvísi álag en engu að síður fyrirsjáanlegt,“ segir Már. Það ætti hins vegar að lagast eftir um tvær vikur, þegar fólk fer að skila sér aftur eftir sumarfrí. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Þetta segir Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. Að sögn Más var reiknað með töluverðri aðsókn í sumar vegna slysa, ekki síst vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna. Hins vegar hafi komið á óvart hversu margir hafi þurft að sækja þjónustu vegna umgangspesta og sýkinga. „Það eru á hverjum degi alltaf einhverjir ferðamenn sem koma. Það sem er svolítið óvænt og óvanalegt fyrir þennan árstíma er að það er búið að vera óvanalega mikið af pestum. Það hafa verið bæði öndunarfæraveirur og nóróveirusýkingar. Þessi umferðaróhöpp og frítímaslys hafa líka verið nokkuð mörg,“ segir Már. Þá segir hann kórónuveiruna enn vera að valda álagi en töluverður fjöldi sé enn að sækja þjónustu vegna Covid-19. Sumarleyfi setja að sjálfsögðu strik í reikninginn, líkt og búast má við. „Það eru erfiðleikar vegna sumarleyfa annarra þjónustustiga. Líka meðal okkar starfsfólks. Það dregur úr hraða og afköstum. Það er öðruvísi álag en engu að síður fyrirsjáanlegt,“ segir Már. Það ætti hins vegar að lagast eftir um tvær vikur, þegar fólk fer að skila sér aftur eftir sumarfrí.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira