Sveimhuginn Kim Ekdahl tekur við Hong Kong Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 22:31 Kim Ekdahl du Rietz í leik með sænska landsliðinu. Getty Images/ANDREAS HILLERGREN Hinn 33 ára gamli Kim Ekdahl du Rietz er nýr landsliðsþjálfari Hong Kong í handbolta. Segja má að hann hafi dottið inn í starfið en hann var staddur í landinu til að læra alþjóðasamskipti. Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan. Handbolti Hong Kong Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Sjá meira
Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan.
Handbolti Hong Kong Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Sjá meira