„Felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 11:30 Haukur Andri hefur spilað með meistaraflokki ÍA síðan á síðustu leiktíð en heldur nú til Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Franska knattspyrnufélagið Lille lét sig ekki nægja að kaupa Hákon Arnar Haraldsson heldur fengu þeir til sín yngri bróðurinn frá ÍA, Hauk Andra. Haukur er aðeins 17 ára og segist hafa fellt tár þegar mamma hans tilkynnti honum að hann væri á leiðinni út í atvinnumennskuna, til Lille. „Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
„Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30
Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12