„Felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 11:30 Haukur Andri hefur spilað með meistaraflokki ÍA síðan á síðustu leiktíð en heldur nú til Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Franska knattspyrnufélagið Lille lét sig ekki nægja að kaupa Hákon Arnar Haraldsson heldur fengu þeir til sín yngri bróðurinn frá ÍA, Hauk Andra. Haukur er aðeins 17 ára og segist hafa fellt tár þegar mamma hans tilkynnti honum að hann væri á leiðinni út í atvinnumennskuna, til Lille. „Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
„Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30
Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12