Newcastle tilkynnir Barnes, Silva neitar Al-Ahli og kaupir Jiménez á meðan Zaha fer til Tyrklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 16:31 Marco Silva og Mitrović sem er mögulega á leið frá Fulham. James Williamson/Getty Images Að venju er nóg um að vera á félagaskiptamarkaðnum í Evrópuknattspyrnunni. Newcastle United hefur tilkynnt komu Harvey Barnes á meðan Fulham virðist ætla að ná að halda í þjálfara sinn ásamt því að næla í nýjan framherjann. Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira