Vinsælu tjaldsvæði við Seljalandsfoss lokað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júlí 2023 06:46 Tjaldstæðið við Hamragarða rétt hjá Seljalandsfossi hefur um árabil verið eitt vinsælasta tjaldstæði landsins. Sögu þess er lokið. Vísir/Vilhelm Vinsælu tjaldsvæði við Hamragarða, rétt hjá Seljalandsfossi, hefur verið lokað. Þá er umferð þeirra sem heimsækja Gljúfrabúa beint á bílastæðið við Seljalandsfoss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum. „Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“ Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
„Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“
Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent