Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 19:40 Miklar skemmdir urðu á dómkirkjunni í loftárás Rússa. Kirkjan er trúar- og sögulega mikilvæg jafnt í huga Úkraínumanna og Rússa. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11
Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47