Fyrri hálfleikur var markalaus en Valdimar Jóhannson kom Selfossi yfir fljótlega eftir hlé. Grindvíkingum gekk lítið sem ekkert að skapa sér færi, sem hefur verið saga liðsins í sumar, en Grindavík hefur aðeins skorað tólf mörk í þrettán leikjum.
Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga í fimm leikjum og með sigrinum fá þeir örlítið andrými í fallbaráttunni, fimm stigum á undan Njarðvík og eiga leiki til góða á liðin í sætunum fyrir ofan.
Grindavíkur ógæfu verður allt að vopni þessa dagana eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Liðið er með 15 stig í 8. sæti og ef fram heldur sem horfir er það fallbaráttan sem blasir við liðinu.