Segist við góða heilsu Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2023 11:06 Mitch McConnell á blaðamannafundi í gær. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. Hann sneri þó aftur skömmu síðar og svaraði spurningum blaðamanna, án þess þó að segja hvað hefði komið fyrir. Seinna í gærkvöldi sagði aðstoðarmaður hans að hann hefði fengið svima og því hefði hann stigið til hliðar í augnablik. Sjá einnig: Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi McConnell, sem er 81 árs, sagði svo frá því í gærkvöldi að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði hringt í sig og spurt sig hvernig hann hefði það. Þingmaðurinn sagðist hafa það gott, samkvæmt frétt Washington Post. Hann vildi ekki svara spurningum um nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða segja hvort hann hefði hitt lækni eftir atvikið. „Ég er við góða heilsu. Það er það sem skiptir máli,“ sagði hann. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Eftir þingkosningarnar í fyrra hækkaði meðalaldurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings úr 64,8 árum í 65,3. Meðalaldurinn í fulltrúadeildinni lækkaði úr 58,9 í 58,4 samkvæmt Pew Research. McConnell féll fyrir um fjórum mánuðum síðar á kvöldverði á hóteli í Washington DC. Þá fékk hann heilahristing og braut eitt rifbein. Í kjölfarið var hann í fríi frá störfum í tæpar sex vikur. Hann er gífurlega áhrifamikill vestanhafs. Í frétt Washington Post segir að hann hafi nokkrum sinnum lent í vandræðum undanfarna tvo mánuði. Þegar hann var barn fékk hann lömunarveiki og hefur hann því alltaf verið með óhefðbundið göngulag. McConnell hefur þó virst sérstaklega varkár að undanförnu og hefur hann sömuleiðis nokkrum sinnum ekki heyrt spurningar blaðamanna á blaðamannafundum. Í síðasta mánuði þurfti annar öldungadeildarþingmaður að halla sér að honum og útskýra spurningu blaðamanns. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hann sneri þó aftur skömmu síðar og svaraði spurningum blaðamanna, án þess þó að segja hvað hefði komið fyrir. Seinna í gærkvöldi sagði aðstoðarmaður hans að hann hefði fengið svima og því hefði hann stigið til hliðar í augnablik. Sjá einnig: Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi McConnell, sem er 81 árs, sagði svo frá því í gærkvöldi að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði hringt í sig og spurt sig hvernig hann hefði það. Þingmaðurinn sagðist hafa það gott, samkvæmt frétt Washington Post. Hann vildi ekki svara spurningum um nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða segja hvort hann hefði hitt lækni eftir atvikið. „Ég er við góða heilsu. Það er það sem skiptir máli,“ sagði hann. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Eftir þingkosningarnar í fyrra hækkaði meðalaldurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings úr 64,8 árum í 65,3. Meðalaldurinn í fulltrúadeildinni lækkaði úr 58,9 í 58,4 samkvæmt Pew Research. McConnell féll fyrir um fjórum mánuðum síðar á kvöldverði á hóteli í Washington DC. Þá fékk hann heilahristing og braut eitt rifbein. Í kjölfarið var hann í fríi frá störfum í tæpar sex vikur. Hann er gífurlega áhrifamikill vestanhafs. Í frétt Washington Post segir að hann hafi nokkrum sinnum lent í vandræðum undanfarna tvo mánuði. Þegar hann var barn fékk hann lömunarveiki og hefur hann því alltaf verið með óhefðbundið göngulag. McConnell hefur þó virst sérstaklega varkár að undanförnu og hefur hann sömuleiðis nokkrum sinnum ekki heyrt spurningar blaðamanna á blaðamannafundum. Í síðasta mánuði þurfti annar öldungadeildarþingmaður að halla sér að honum og útskýra spurningu blaðamanns.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira