Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 15:01 Gordon Ramsay er Íslandsvinur mikill og óhræddur við að prófa nýja veitingastaði í Reykjavík. EPA/TOUSSAINT KLUITERS Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á veitingastaðnum OTO á Hverfisgötu í gærkvöldi. Eigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. „Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal
Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira