Áfengisneysla og „Spánarfílingur“ í flugi sé miklu minni en áður Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 17:04 Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að minna sé um áfengisneyslu í flugi en áður. Grafík Flugfreyja sem starfað hefur sem slík í þrjá áratugi segir að áfengisneysla í flugi hafi minnkað til muna síðan hún hóf störf sem flugfreyja. Þá finnst henni farþegar vera orðnir kurteisari á þessum tíma. Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“ Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“
Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira