Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. júlí 2023 12:00 Ásmundur Friðriksson á von á átökum næsta þingvetur en að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49