Fabinho í hóp stjarnanna í Sádi-Arabíu og fimm miðjumenn hafa kvatt Anfield Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 08:00 Fabinho er farinn til Sádi-Arabíu. Getty/James Williamson Liverpool hefur selt brasilíska miðjumanninn Fabinho til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu og þar með hafa fimm miðjumenn kvatt enska knattspyrnufélagið í sumar. Stjörnunum fjölgar að sama skapi enn í sádiarabísku deildinni. Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira