Þúsund hjörtu slá í takt! Íris Róbertsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 18:00 Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er. Við virðum sögu hennar og svipmót; hefðir og venjur. Við virðum kynslóðirnar sem héldu þessa hátíð á undan okkur; syngjum enn sömu lögin og ömmur okkar og afar og borðum meira að segja svipað bakkelsi! Og síðast en ekki síst: kynslóðirnar verja saman tíma Í Dalnum. Þetta er það sem gerir þessa hátíð að einstakri upplifun. Hátíðin hefur á þessum árum þroskast og dafnað, tilhlökkunin er alltaf jafn mikil hjá okkur heimafólki og gestum; að mæta í Dalinn. Í þjóðhátíðarvikunni er mikil stemming og nóg að gera hjá öllum við að undirbúa tjöldunina og „búsetuna“ í Dalnum. Rifja upp minningar frá fyrri hátíðum og hlusta á þau fjölmörgu frábæru þjóðhátíðarlög sem til eru og við þekkjum svo vel. Svo er hún auðvitað skemmtilegur hluti af okkar tímatali í Eyjum: hlutirnir gerast ýmist fyrir eða eftir Þjóðhátíð. Ein fyrsta minningin mín af Þjóðhátíð er frá því að ég var 6 ára og við fjölskyldan vorum að labba inn í Dal á setninguna. Ég var í nýjum heimasaumuðum skokk og ég man hvað mér fannst ég fín. Og ég man líka að ég hugsaði að Þjóðhátíðin væri svolítið eins og jólin; allir spenntir og glaðir og mamma sauma búin að sauma á okkur systur ný föt. Við sem búum í Eyjum og þeir sem hafa tengingar til Eyja þekkjum öll sögu Þjóðhátíðar og mikilvægi hennar og flest eigum við ómetanlegar minningar tengdar hátíðinni. Samvera fjölskyldunnar þegar kynslóðir koma saman og njóta þess að vera í Dalnum. Varðveitum þessa menningarperlu og minningarnar og höldum áfram að skapa nýjar. Í ár verða tveir Eyjakórar á sviðinu þegar þjóðhátíðarlagið verður frumflutt og þeir sem setið hafa í Brekkunni vita að þetta verður mögnuð stund. Og þegar Brekkusöngurinn hefst á sunnudagskvöldið skulum við hugsa fallega til Árna Johnsen sem kom honum á legg í núverandi mynd fyrir 46 árum. Blessuð sé minning hans. Þeir sem ekki hafa upplifað Þjóðhátíðina okkar eiga mikið eftir. Herjólfsdalur verður miðpunkturinn okkar næstu daga - „ Þó að nóttin mæti verður aftur bjart. Þegar þúsund hjörtu slá i takt.“ Sjáumst í Dalnum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðhátíð í Eyjum Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er. Við virðum sögu hennar og svipmót; hefðir og venjur. Við virðum kynslóðirnar sem héldu þessa hátíð á undan okkur; syngjum enn sömu lögin og ömmur okkar og afar og borðum meira að segja svipað bakkelsi! Og síðast en ekki síst: kynslóðirnar verja saman tíma Í Dalnum. Þetta er það sem gerir þessa hátíð að einstakri upplifun. Hátíðin hefur á þessum árum þroskast og dafnað, tilhlökkunin er alltaf jafn mikil hjá okkur heimafólki og gestum; að mæta í Dalinn. Í þjóðhátíðarvikunni er mikil stemming og nóg að gera hjá öllum við að undirbúa tjöldunina og „búsetuna“ í Dalnum. Rifja upp minningar frá fyrri hátíðum og hlusta á þau fjölmörgu frábæru þjóðhátíðarlög sem til eru og við þekkjum svo vel. Svo er hún auðvitað skemmtilegur hluti af okkar tímatali í Eyjum: hlutirnir gerast ýmist fyrir eða eftir Þjóðhátíð. Ein fyrsta minningin mín af Þjóðhátíð er frá því að ég var 6 ára og við fjölskyldan vorum að labba inn í Dal á setninguna. Ég var í nýjum heimasaumuðum skokk og ég man hvað mér fannst ég fín. Og ég man líka að ég hugsaði að Þjóðhátíðin væri svolítið eins og jólin; allir spenntir og glaðir og mamma sauma búin að sauma á okkur systur ný föt. Við sem búum í Eyjum og þeir sem hafa tengingar til Eyja þekkjum öll sögu Þjóðhátíðar og mikilvægi hennar og flest eigum við ómetanlegar minningar tengdar hátíðinni. Samvera fjölskyldunnar þegar kynslóðir koma saman og njóta þess að vera í Dalnum. Varðveitum þessa menningarperlu og minningarnar og höldum áfram að skapa nýjar. Í ár verða tveir Eyjakórar á sviðinu þegar þjóðhátíðarlagið verður frumflutt og þeir sem setið hafa í Brekkunni vita að þetta verður mögnuð stund. Og þegar Brekkusöngurinn hefst á sunnudagskvöldið skulum við hugsa fallega til Árna Johnsen sem kom honum á legg í núverandi mynd fyrir 46 árum. Blessuð sé minning hans. Þeir sem ekki hafa upplifað Þjóðhátíðina okkar eiga mikið eftir. Herjólfsdalur verður miðpunkturinn okkar næstu daga - „ Þó að nóttin mæti verður aftur bjart. Þegar þúsund hjörtu slá i takt.“ Sjáumst í Dalnum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar