Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 15:08 Myndskeið sem birt var í dag sýnir dróna nálgast rússneska tankskipið á Svartahafi. Ap Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. Dróni sem er sagður hafa borið 450 kílógrömm af TNT-sprengiefni gerði árás á skipið Sig á Svartahafi skömmu fyrir miðnætti, að sögn heimildarmanns innan úkraínsku öryggisþjónustunnar. Sprengingin skildi eftir sig gat á vélarrúmi skipsins við vatnslínuna og kepptist ellefu manna áhöfn við að stöðva innflæði vatns, að sögn rússneskra yfirvalda. Að endingu hafi sjór hætt að flæða inn í skipið. CNN greinir frá þessu og hefur eftir sjóflutningastofnun Rússlands að engum hafi orðið meint af og tankskipið hafi ekki verið að flytja olíu þegar dróninn lenti á skipinu. Úkraínskir embættismenn staðhæfa að einhverjir hafi slasast í áhöfn og að tankskipið hafi borið olíu fyrir rússneska herinn. Atvikið átti sér stað einungis fáum klukkustundum eftir að úkraínskir drónar voru notaðir til að gera árás á mikilvæga flotastöð í strandborginni Novorossiysk við Svartahaf þar sem finna má eina stærstu vöruflutningahöfn Rússa. Dróninn hæfði þar rússneskt skip en einnig var notast við fjarstýrða sjálfsprengibáta. Árásir Úkraínumanna þar sem notast er við ómönnuð loftför hafa færst í aukanna á síðustu vikum. Hafa þær reglulega verið gerðar á rússnesku yfirráðasvæði og meðal annars í höfuðborginni Moskvu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira
Dróni sem er sagður hafa borið 450 kílógrömm af TNT-sprengiefni gerði árás á skipið Sig á Svartahafi skömmu fyrir miðnætti, að sögn heimildarmanns innan úkraínsku öryggisþjónustunnar. Sprengingin skildi eftir sig gat á vélarrúmi skipsins við vatnslínuna og kepptist ellefu manna áhöfn við að stöðva innflæði vatns, að sögn rússneskra yfirvalda. Að endingu hafi sjór hætt að flæða inn í skipið. CNN greinir frá þessu og hefur eftir sjóflutningastofnun Rússlands að engum hafi orðið meint af og tankskipið hafi ekki verið að flytja olíu þegar dróninn lenti á skipinu. Úkraínskir embættismenn staðhæfa að einhverjir hafi slasast í áhöfn og að tankskipið hafi borið olíu fyrir rússneska herinn. Atvikið átti sér stað einungis fáum klukkustundum eftir að úkraínskir drónar voru notaðir til að gera árás á mikilvæga flotastöð í strandborginni Novorossiysk við Svartahaf þar sem finna má eina stærstu vöruflutningahöfn Rússa. Dróninn hæfði þar rússneskt skip en einnig var notast við fjarstýrða sjálfsprengibáta. Árásir Úkraínumanna þar sem notast er við ómönnuð loftför hafa færst í aukanna á síðustu vikum. Hafa þær reglulega verið gerðar á rússnesku yfirráðasvæði og meðal annars í höfuðborginni Moskvu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira
Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50