Bandarískur sjónvarpsmaður gagnrýnir íslenskt matarverð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2023 22:01 Rick er með yfir milljón fylgjendur á facebook. Facebook Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Rick Steves, sem einnig hefur gefið út ferðahandbækur, heimsótti Ísland á dögunum. Í Facebook-færslu um dvölina ber hann saman verðlag á veitingastöðum og í matvörubúðum en að hans sögn er verðmunurinn talsverður. „Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni. Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
„Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni.
Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira