Lögreglan var kölluð til eftir að bifreið var ekið í gegnum girðingu við Reykjavíkurflugvöll og endaði úti í mýri. Ökumaður reyndist óslasaður.
Ölvaður einstaklingur var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að hlaupa frá lögreglu og brotið rúðu í lögreglubifreið. Þá var annar handtekinn eftir að hafa ógnað konu með hníf. Málið er í rannsókn.