Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2023 08:47 Jeffrey Ross Gunter var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á árunum 2019 til 2021. Nú vill hann gerast þingmaður. Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldundadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Nevada í þingkosningum sem fram fara samhliða forsetakosningum í landinu á næsta ári. Í myndbandi segist Gunter meðal annars hafa auðmjúkur hafa þegið boð Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, að gerast sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þar segist hann hafa „barist við djúpríkið, barist við Kína og barist gegn rússneskum áhrifum á norðurslóðumׅ“, auk þess að hann leggur áherslu á „siðferðisþrek“ sitt og „heilindi“. Gunter fer í myndbandinu fögrum orðum um Trump og segist ætla að berjast fyrir hann og hans stefnumálum, þar með talið að klára múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann segir ennfremur að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi brugðist bandarísku þjóðinni. Gunter heitir því í myndbandinu að skapa störf í Nevada, lækka bensínverð og sem læknir, laga heilbrigðiskerfið. Hann hefur lengi starfað sem húðsjúkdómalæknir, verið virkur í Repúblikanaflokknum og lét á sínum tíma mikið fé til stuðnings framboðs Trump. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar 2021. Hann reyndist mjög umdeildur í störfum sínum, ekki síst eftir að fréttir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna var máluð afar dökk mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Gunter. Kom þar fram að starfsmenn sendiráðsins hafi óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafi hríðversnað vegna hans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8. nóvember 2021 20:45 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Í myndbandi segist Gunter meðal annars hafa auðmjúkur hafa þegið boð Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, að gerast sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þar segist hann hafa „barist við djúpríkið, barist við Kína og barist gegn rússneskum áhrifum á norðurslóðumׅ“, auk þess að hann leggur áherslu á „siðferðisþrek“ sitt og „heilindi“. Gunter fer í myndbandinu fögrum orðum um Trump og segist ætla að berjast fyrir hann og hans stefnumálum, þar með talið að klára múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann segir ennfremur að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi brugðist bandarísku þjóðinni. Gunter heitir því í myndbandinu að skapa störf í Nevada, lækka bensínverð og sem læknir, laga heilbrigðiskerfið. Hann hefur lengi starfað sem húðsjúkdómalæknir, verið virkur í Repúblikanaflokknum og lét á sínum tíma mikið fé til stuðnings framboðs Trump. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar 2021. Hann reyndist mjög umdeildur í störfum sínum, ekki síst eftir að fréttir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna var máluð afar dökk mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Gunter. Kom þar fram að starfsmenn sendiráðsins hafi óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafi hríðversnað vegna hans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8. nóvember 2021 20:45 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8. nóvember 2021 20:45
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46