UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 09:30 Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar