Fótbolti

Lang­elsti stjóri ensku úr­vals­deildarinnar fagnaði 76 ára af­mæli sínu í gær

Siggeir Ævarsson skrifar
Roy Hodgson fagnaði 76 ára afmæli sínu í gær.
Roy Hodgson fagnaði 76 ára afmæli sínu í gær. Vísir/Getty

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, hélt upp á 76. afmælisdaginn sinn í gær. Aðeins fimm stjórar hafa stýrt liði í efstu deild á Englandi á áttræðisaldri.

Hodgson, sem hóf feril sinn sem knattspyrnustjóri árið 1976 með Halmstads í Svíþjóð, er 16 árum eldri en næstelsti stjóri deildarinnar, David Moyes. Hodgson gæti hæglega verið faðir allra annarra stjóra í deildinni og jafnvel afi sumra þeirra en hann er 39 árum eldri en sá yngsti, Vincent Kompany sem stýrir liði Burnley.

Ef Hodgson heldur starfi sínu til vors verður hann tæplega sex árum eldri en næsti maður á lista yfir elstu stjóra í deildinni, Bobby Robson, en Robson var 71 árs og rúmlega það þegar hann stýrði Newcastle í síðasta skipti vorið 2004. 

Hinir stjórarnir þrír sem hafa stýrt liðum á áttræðisaldri í ensku úrvalsdeildinni eru þeir Alex Ferguson sem var 71 árs þegar hann stýrði Manchester United í síðasta sinn í 5-5 jafntefli gegn West Brom. Neil Warnock var einnig 71 árs þegar hann stýrði Huddersfield til sigurs gegn United vorið 2019 á Old Trafford í sínum síðasta leik og Claudio Ranieri var 70 ára þegar hann tók við Watford haustið 2021.

Crystal Palace hefja leik þetta tímabilið á útivelli gegn Sheffield United á laugardaginn, en það verður 1.242. leikurinn á þjálfaraferli Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×