Hyggst endurreisa hús sitt við Blesugróf á grunni brunarústanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 06:40 Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu. Vísir/Vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss sem gjöreyðilagðist í bruna við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur í lok júní hyggst endurbyggja húsið. Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu og segist eigandinn bíða þess að fá leyfi til þess. „Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira