Ákvörðun Svandísar ekki haft jákvæð áhrif á samstarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir það afstöðu flokksins að banna ekki hvalveiðar. vísir/vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42