Dansinn við sálina Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 15:01 Prakkarabrosið brosti sínu blíðasta hjá mér í næstliðinni viku þegar umræðan fór á flug um egótripp á samfélagsmiðlum. Umræða sem náði ákveðnum hápunkti þegar holdarfar Egils Helgasonar var dregið í dagsljósið sem rök fyrir ágæti þess að leyfa sér egóflipp svona endrum og sinnum. Jahá, sagði ég bara upphátt. Hvar skal byrja? Fyrir það fyrsta þá langar mig til að taka upp hanskann fyrir prýðismanninum hinum mæta, honum Agli Helgasyni sem og öðrum karlmönnum sem eru kannski í smá holdum. Því mér finnst Egill Helgason kynþokkafullur. Þarna hafið þið það, skrifað niður. Það er nefnilega eitthvað við karlmenn í smá holdum sem fyllir mig öryggistilfinningu og ómótstæðilegri löngun til knúsa. Annað sem kom mér í huga, mér finnst egó geta verið stórglæsileg. Egó hafa smá ljótt orðspor á sér, er það ekki? En það eru margir sem leggja svo hart að sér að gera allt fullkomið, feta þennan stíg við að uppfylla óskir, væntingar og hugmyndir þeirra sjálfra, sem og annarra, um allt það sem gott þykir. Þegar vel tekst til þá mega þeir vera virkilega stoltir af. Það er lífstíma vinna að mynda sér flotta sjálfsmynd. Það er ekkert að því að vera smá stoltur af þegar vel heppnast til. Og það er líka allt í lagi að dást að. Fólk sem leggur svona hart að sér við að ná tilteknum viðmiðum mega alveg standa smá í sviðsljósinu og njóta smá aðdáunar. Mótvægið vantar þó svolítið er það ekki? Við vitum að hamingja liggur ekki alltaf á bak við glæsimyndinni. Og því er okkur umhugað um að glæsimyndinni sé ekki haldið upp á lofti sem viðmið fyrir börnin okkar. En í stað þess að draga úr því sem vel er gert og efa að hamingju sé að finna í glæsimyndinni, eru þá ekki tækifæri fyrir okkur að kalla fram aðrar myndir. Vantar ekki aðeins að kalla fram lífsmyndir sem vekja okkur til umhugsunar og áhuga á lífsgleði, lukkunnar hamingju og lífsfyllingu? Ég get ekki gert það án þess að tala um sálina. Við höfum öll sál. Þið vitið það, er það ekki? Ég er ekki viss. Kannski að það séu fullt af fólki sem hefur enga trú á tilvist sála. Mér finnst það skrítið, en það er auðvitað ekkert sem sannar tilvist þeirra. Og ekkert sem afsannar það heldur. Þú verður bara að hafa trú til að hafa vissu um tilvist þeirra. Þið getið auðvitað prófað ykkur áfram ef þið eruð ekki viss um hvort þið hafið sál. Það er hægt að fara í fyrri lífs dáleiðslu, leita til miðla eða stunda hugleiðslu undir leiðsögn hljómfríðra radda á youtube. „Connect to your higher self“ kallast þær hugleiðslur. Og ef þið eruð forvitin að sjá hvort þið hafið upplifað fyrri líf þá er hægt að finna fullt af fínum hugleiðslum undir leitarstrengnum „Akashic records meditation“. Ég hef fengið að sjá fullt af svipmyndum í gegnum slíkar hugleiðslur sem eru bæði ævintýralegar, átakanlegar og bara hin mesta skemmtun. Miklu skemmtilegra en Netflix. Og ef þið njótið ekki þess heiðurs að fá að sjá, þá getið þið bara spurt ykkur, trúi ég, treysti ég þeim myndum sem poppa upp í hausinn eða hristi ég þeim frá mér, bölvandi þeirri vitleysu að þið sé yfir höfuð að prófa eitthvað nýtt! Annars verð ég að segja að svona hugleiðslur eru hið besta svefnmeðal, í flestum tilfellum fæ ég ekki að sjá neitt, heldur sofna ég bara um leið og dyrnar að bókasafninu ljúka upp fyrir þeim leyndardómum sem þar má finna. Svo ef þið liggið þarna upp í rúmi, andvaka á kvöldin, af hverju ekki að reyna þetta í stað þess að grípa í símann? Í versta falli þá bara sofnið þið, en kannski, bara kannski, hafið þið eitthvað skemmtilegt til að tala um á kaffistofunni næsta dag. Ekki það að maður vilji endilega deila öllu sem poppar upp í hausinn, en ein sagan er bara of góð til að halda fyrir sjálfa mig. Ég var nefnilega svo ævintýragjörn að fara í fyrri lífs dáleiðslu undir leiðsögn fagmanns. Það er algjörlega magnað að fara til hennar Oddfreyju H Oddfreysdóttur, það bara opnuðust fyrir mér einhverjar gáttir tilfinninga sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Ég valdi að liggja þarna á bekknum hjá henni í 90 mínútur og á þeim tíma fékk ég að sjá inn í 3 líf. Í einu þessara lífa var ég ambátt á ferð með hópi fólks sem var að flytja framandi dýr á milli staða. Eigandi minn var ótraustverðugur drykkjurútur sem var algjörlega fínn með það að skipa mér fyrir, við hvert tækifæri. Og það var í hans hlutskipti að huga að einhverjum kattardýrum, sem ég var alls ekki svo hrifin að þurfa að umgangast. Svo þarna eitt kvöldið sat kallinn á einhverju helvítis sumbli, kærulaus yfir því hlutverki sínu að huga að dýrunum. Kallar hann þá ekki í mig til að skipa mér að ganga inn í sín verk. Ég geng svo til verka, skíthrædd og bölvandi kallinum í sand og ösku. Og hvað haldið þið að gerist, já jú auðvitað, bévítans kattardýrið stekkur upp að mér og tekur sér þennan glennilega stóran bita af læri mínu. Svo sat ég þarna bara, sitjandi á jörðinni, blæðandi út, étin lifandi og ég man bara þessa reiði, þessa gríðarlegu reiði sem blossaði upp í mér, liggjandi þarna á bekknum hjá blessaðri Oddfreyju. Heyrði ég að því stöddu svo mjúka rödd segja, getur þú fyrirgefið? Og tárin byrjuðu bara að renna því í hlutverki fjandans þrjótsins sá ég fyrir mér bróður minn í þessu lífi. Bróðir minn sem hefur reynst mér stoð og stytta, yndislega bróður minn sem ég elska út af lífinu. Tárvot og snöktandi hrökklaðist bara út úr mér, „já auðvitað, auðvitað get ég fyrirgefið“. Og reiðin hvarf. Hún bara hrundi af. Reiði sem ég hef sjaldan ef ekki bara aldrei náð að upplifa, á öðrum stað, í þessu lífi. Og hvað tók ég svo út úr þessum dáleiðslum? Heilun. Upphafið á heilun á þeim vanmætti sem ég hef þurft að upplifa í svo mörgum formum, í öðrum lífum, sem og þessu, og reiðinni sem kraumaði þarna undir. Smá skrítið, furðulegt og fyndið upphaf, en upphaf þó. Það er nefnilega það skemmtilega við sálarvinnu. Þú veist ekki hvað virkar og hverju er betur sleppt þegar þú byrjar á þeirri vinnu að ætla að láta þér líða betur. Sálarvinna felur í sér þá list að fá egóið til að hlýða á visku sálarinnar. Egóið er húsbóndinn sem stýrir för og það er ástæða fyrir því. Egóið verndar okkur og sér okkur fyrir fararborða. Það er nauðsynlegt að hafa góðan skammt af egói til að halda okkur starfshæfum í þjóðfélaginu. En það er sálin sem veitir okkur leiðsögn. Þegar egóið nær að dansa í takt við sálina, þá er maður óhræddur við að kafa ofan í allt sem veldur manni óþægindum og vanlíðan. Maður getur ákveðið að umbreyta tilfinningum eða aðstæðum, sett upp mörk eða ef illmögulegt er að halda þeim uppi, sýnt þá hugrekki og fjarlægt orsök. Suma vanlíðan er mjög auðvelt að sjá. T.a.m. þá er það að horfa í spegil og vera vonsvikin með kílóin, hrukkurnar og slitförin eitthvað sem flestar konur upplifa. Galdurinn þar er að fara í smá Pollýönnuleik. Þora að horfa í spegilinn og segja við sjálfan sig hey, vá, þessi slitför gáfu mér tvö ljúf og kærleiksrík börn. Bara vá hvað ég er þakklát fyrir þá gjöf. Maður finnur fyrir þakklætinu streyma um sig. Og hugurinn til slitfaranna breytist. Í stað brostinna drauma um staðalímynd fegurðar þá sérðu fyrir þér táknmynd á því fallegasta sem þú hefur alið af þér. En egóið nennir ekki alltaf að hlusta á viskuperlur sálarinnar. Það vill oft halda þéttingstökum utan um sína sýn þrátt fyrir að slíkt valdi tómri eymd og vanlíðan. Og þá er eins og maður lendi ítrekað í aðstæðum sem kalla fram téða vanlíðan. Aðstæðum sem verða bara verri og verri, svona þar til að við lærum loksins þá lexíu að hlusta á sálina. Ég er farin að halda að sálin kalli fram þessar aðstæður því hún vill að við lærum. Hún vill að við náum þeim þroska að sitja í fullkomnu jafnvægi. Þið sem hafið hug á að gera líf ykkar betra, ég hvet ykkur til að láta slag standa og hefja smá sálarvinnu. Á tiktok og youtube er urmull af alls konar leiðbeinendum, mörgum góðum, mörgum slæmum. Það er ákveðinn galdur að læra að hlusta á það sem höfðar til manns, en munið að sálin teymir mann áfram að réttri þekkingu. Svo er líka alltaf hægt að fá ráð frá fagmönnum. Einhverja sem skilja tilvist sálar og geta lóðsað mann í gegnum dansinn á milli sálar og egós. Og enga þekki ég betri þar en yndismeyjarnar hjá Starcodes Academy, Ölmu og Hrabbý. Ég ætla að kveðja með laginu sem John Lennon kallaði sitt fegursta ljóð. Lag sem mér þótti lengi vel vera aðeins of hippalegt fyrir mig. En lag sem ég obbobbobb allt í einu skil nú, vera leitandi sjálf að hinu fullkomna andartaki jafnvægis. Takk fyrir lesturinn Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Prakkarabrosið brosti sínu blíðasta hjá mér í næstliðinni viku þegar umræðan fór á flug um egótripp á samfélagsmiðlum. Umræða sem náði ákveðnum hápunkti þegar holdarfar Egils Helgasonar var dregið í dagsljósið sem rök fyrir ágæti þess að leyfa sér egóflipp svona endrum og sinnum. Jahá, sagði ég bara upphátt. Hvar skal byrja? Fyrir það fyrsta þá langar mig til að taka upp hanskann fyrir prýðismanninum hinum mæta, honum Agli Helgasyni sem og öðrum karlmönnum sem eru kannski í smá holdum. Því mér finnst Egill Helgason kynþokkafullur. Þarna hafið þið það, skrifað niður. Það er nefnilega eitthvað við karlmenn í smá holdum sem fyllir mig öryggistilfinningu og ómótstæðilegri löngun til knúsa. Annað sem kom mér í huga, mér finnst egó geta verið stórglæsileg. Egó hafa smá ljótt orðspor á sér, er það ekki? En það eru margir sem leggja svo hart að sér að gera allt fullkomið, feta þennan stíg við að uppfylla óskir, væntingar og hugmyndir þeirra sjálfra, sem og annarra, um allt það sem gott þykir. Þegar vel tekst til þá mega þeir vera virkilega stoltir af. Það er lífstíma vinna að mynda sér flotta sjálfsmynd. Það er ekkert að því að vera smá stoltur af þegar vel heppnast til. Og það er líka allt í lagi að dást að. Fólk sem leggur svona hart að sér við að ná tilteknum viðmiðum mega alveg standa smá í sviðsljósinu og njóta smá aðdáunar. Mótvægið vantar þó svolítið er það ekki? Við vitum að hamingja liggur ekki alltaf á bak við glæsimyndinni. Og því er okkur umhugað um að glæsimyndinni sé ekki haldið upp á lofti sem viðmið fyrir börnin okkar. En í stað þess að draga úr því sem vel er gert og efa að hamingju sé að finna í glæsimyndinni, eru þá ekki tækifæri fyrir okkur að kalla fram aðrar myndir. Vantar ekki aðeins að kalla fram lífsmyndir sem vekja okkur til umhugsunar og áhuga á lífsgleði, lukkunnar hamingju og lífsfyllingu? Ég get ekki gert það án þess að tala um sálina. Við höfum öll sál. Þið vitið það, er það ekki? Ég er ekki viss. Kannski að það séu fullt af fólki sem hefur enga trú á tilvist sála. Mér finnst það skrítið, en það er auðvitað ekkert sem sannar tilvist þeirra. Og ekkert sem afsannar það heldur. Þú verður bara að hafa trú til að hafa vissu um tilvist þeirra. Þið getið auðvitað prófað ykkur áfram ef þið eruð ekki viss um hvort þið hafið sál. Það er hægt að fara í fyrri lífs dáleiðslu, leita til miðla eða stunda hugleiðslu undir leiðsögn hljómfríðra radda á youtube. „Connect to your higher self“ kallast þær hugleiðslur. Og ef þið eruð forvitin að sjá hvort þið hafið upplifað fyrri líf þá er hægt að finna fullt af fínum hugleiðslum undir leitarstrengnum „Akashic records meditation“. Ég hef fengið að sjá fullt af svipmyndum í gegnum slíkar hugleiðslur sem eru bæði ævintýralegar, átakanlegar og bara hin mesta skemmtun. Miklu skemmtilegra en Netflix. Og ef þið njótið ekki þess heiðurs að fá að sjá, þá getið þið bara spurt ykkur, trúi ég, treysti ég þeim myndum sem poppa upp í hausinn eða hristi ég þeim frá mér, bölvandi þeirri vitleysu að þið sé yfir höfuð að prófa eitthvað nýtt! Annars verð ég að segja að svona hugleiðslur eru hið besta svefnmeðal, í flestum tilfellum fæ ég ekki að sjá neitt, heldur sofna ég bara um leið og dyrnar að bókasafninu ljúka upp fyrir þeim leyndardómum sem þar má finna. Svo ef þið liggið þarna upp í rúmi, andvaka á kvöldin, af hverju ekki að reyna þetta í stað þess að grípa í símann? Í versta falli þá bara sofnið þið, en kannski, bara kannski, hafið þið eitthvað skemmtilegt til að tala um á kaffistofunni næsta dag. Ekki það að maður vilji endilega deila öllu sem poppar upp í hausinn, en ein sagan er bara of góð til að halda fyrir sjálfa mig. Ég var nefnilega svo ævintýragjörn að fara í fyrri lífs dáleiðslu undir leiðsögn fagmanns. Það er algjörlega magnað að fara til hennar Oddfreyju H Oddfreysdóttur, það bara opnuðust fyrir mér einhverjar gáttir tilfinninga sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Ég valdi að liggja þarna á bekknum hjá henni í 90 mínútur og á þeim tíma fékk ég að sjá inn í 3 líf. Í einu þessara lífa var ég ambátt á ferð með hópi fólks sem var að flytja framandi dýr á milli staða. Eigandi minn var ótraustverðugur drykkjurútur sem var algjörlega fínn með það að skipa mér fyrir, við hvert tækifæri. Og það var í hans hlutskipti að huga að einhverjum kattardýrum, sem ég var alls ekki svo hrifin að þurfa að umgangast. Svo þarna eitt kvöldið sat kallinn á einhverju helvítis sumbli, kærulaus yfir því hlutverki sínu að huga að dýrunum. Kallar hann þá ekki í mig til að skipa mér að ganga inn í sín verk. Ég geng svo til verka, skíthrædd og bölvandi kallinum í sand og ösku. Og hvað haldið þið að gerist, já jú auðvitað, bévítans kattardýrið stekkur upp að mér og tekur sér þennan glennilega stóran bita af læri mínu. Svo sat ég þarna bara, sitjandi á jörðinni, blæðandi út, étin lifandi og ég man bara þessa reiði, þessa gríðarlegu reiði sem blossaði upp í mér, liggjandi þarna á bekknum hjá blessaðri Oddfreyju. Heyrði ég að því stöddu svo mjúka rödd segja, getur þú fyrirgefið? Og tárin byrjuðu bara að renna því í hlutverki fjandans þrjótsins sá ég fyrir mér bróður minn í þessu lífi. Bróðir minn sem hefur reynst mér stoð og stytta, yndislega bróður minn sem ég elska út af lífinu. Tárvot og snöktandi hrökklaðist bara út úr mér, „já auðvitað, auðvitað get ég fyrirgefið“. Og reiðin hvarf. Hún bara hrundi af. Reiði sem ég hef sjaldan ef ekki bara aldrei náð að upplifa, á öðrum stað, í þessu lífi. Og hvað tók ég svo út úr þessum dáleiðslum? Heilun. Upphafið á heilun á þeim vanmætti sem ég hef þurft að upplifa í svo mörgum formum, í öðrum lífum, sem og þessu, og reiðinni sem kraumaði þarna undir. Smá skrítið, furðulegt og fyndið upphaf, en upphaf þó. Það er nefnilega það skemmtilega við sálarvinnu. Þú veist ekki hvað virkar og hverju er betur sleppt þegar þú byrjar á þeirri vinnu að ætla að láta þér líða betur. Sálarvinna felur í sér þá list að fá egóið til að hlýða á visku sálarinnar. Egóið er húsbóndinn sem stýrir för og það er ástæða fyrir því. Egóið verndar okkur og sér okkur fyrir fararborða. Það er nauðsynlegt að hafa góðan skammt af egói til að halda okkur starfshæfum í þjóðfélaginu. En það er sálin sem veitir okkur leiðsögn. Þegar egóið nær að dansa í takt við sálina, þá er maður óhræddur við að kafa ofan í allt sem veldur manni óþægindum og vanlíðan. Maður getur ákveðið að umbreyta tilfinningum eða aðstæðum, sett upp mörk eða ef illmögulegt er að halda þeim uppi, sýnt þá hugrekki og fjarlægt orsök. Suma vanlíðan er mjög auðvelt að sjá. T.a.m. þá er það að horfa í spegil og vera vonsvikin með kílóin, hrukkurnar og slitförin eitthvað sem flestar konur upplifa. Galdurinn þar er að fara í smá Pollýönnuleik. Þora að horfa í spegilinn og segja við sjálfan sig hey, vá, þessi slitför gáfu mér tvö ljúf og kærleiksrík börn. Bara vá hvað ég er þakklát fyrir þá gjöf. Maður finnur fyrir þakklætinu streyma um sig. Og hugurinn til slitfaranna breytist. Í stað brostinna drauma um staðalímynd fegurðar þá sérðu fyrir þér táknmynd á því fallegasta sem þú hefur alið af þér. En egóið nennir ekki alltaf að hlusta á viskuperlur sálarinnar. Það vill oft halda þéttingstökum utan um sína sýn þrátt fyrir að slíkt valdi tómri eymd og vanlíðan. Og þá er eins og maður lendi ítrekað í aðstæðum sem kalla fram téða vanlíðan. Aðstæðum sem verða bara verri og verri, svona þar til að við lærum loksins þá lexíu að hlusta á sálina. Ég er farin að halda að sálin kalli fram þessar aðstæður því hún vill að við lærum. Hún vill að við náum þeim þroska að sitja í fullkomnu jafnvægi. Þið sem hafið hug á að gera líf ykkar betra, ég hvet ykkur til að láta slag standa og hefja smá sálarvinnu. Á tiktok og youtube er urmull af alls konar leiðbeinendum, mörgum góðum, mörgum slæmum. Það er ákveðinn galdur að læra að hlusta á það sem höfðar til manns, en munið að sálin teymir mann áfram að réttri þekkingu. Svo er líka alltaf hægt að fá ráð frá fagmönnum. Einhverja sem skilja tilvist sálar og geta lóðsað mann í gegnum dansinn á milli sálar og egós. Og enga þekki ég betri þar en yndismeyjarnar hjá Starcodes Academy, Ölmu og Hrabbý. Ég ætla að kveðja með laginu sem John Lennon kallaði sitt fegursta ljóð. Lag sem mér þótti lengi vel vera aðeins of hippalegt fyrir mig. En lag sem ég obbobbobb allt í einu skil nú, vera leitandi sjálf að hinu fullkomna andartaki jafnvægis. Takk fyrir lesturinn Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun