Hin stórkostlegu tíðindi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 15:30 Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Noregur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins. Meirihluti Norðmanna hefur þannig verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í rúm 18 ár. Þá er vægast sagt ólíklegt að ríkisstjórn hlynnt inngöngu í Evrópusambandið taki við völdum í landinu. Formaður þingflokks Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, gerði að því skóna í pistli í Morgunblaðinu á dögunum að eitthvað væri að fara að gerast í þessum efnum í Noregi þar sem landsfundur Hægriflokksins hefði ályktað á þá leið að ganga ætti í Evrópusambandið og að hið sama ætti við um Verkamannaflokkinn. Hin stórkostlegu tíðindi eru þó ekki meiri en svo að bæði Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa í áratugi kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið án þess að af henni hafi orðið. Hvað Umhverfisflokkinn varðar, sem Hanna Katrín nefndi einnig, hefur hann þrjá þingmenn á norska Stórþinginu af 169. Meirihluti flokkanna á móti inngöngu í ESB Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sem eru tveir stærstu flokkar Noregs, hafa aldrei getað myndað ríkisstjórn vegna málefnaágreinings þrátt fyrir að hafa báðir stutt inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina og fyrir vikið þurft að starfa með flokkum í ríkisstjórn andvígum inngöngu í sambandið. Hins vegar inniheldur stefnuskrá Verkamannaflokksins ekki lengur afdráttarlausan stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Þess í stað segir þar aðeins að flokkurinn sé hlynntur nánu pólitísku samstarfi við önnur Evrópuríki og hafi stutt inngöngu í þeim þjóðaratkvæðum sem fram hafi farið um málið. Fram kemur síðan í framhaldi af þeim orðum í stefnuskránni að innan Verkmannaflokksins sé rými fyrir ólíkar skoðanir á málinu og að innganga í Evrópusambandið verði ekki sett á dagskrá nema fjallað hafi verið um málið á nýjum landsfundi. Megináherzlan er þess í stað á aðild Noregs að EES-samningnum. Fimm af þeim níu stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið, þrír eru hlynntir því og Verkamannaflokkurinn tekur sem fyrr segir ekki afdráttarlausa afstöðu. Ríkisstjórnin hafnar inngöngu og þá er enginn þingmeirihluti fyrir málinu. Hverjir eiga að framkvæma stefnu Viðreisnar? Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið í Noregi er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af þarlendum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Rétt eins og hér á landi. Til þess þarf jú samþykki þingsins og framkvæmd af hálfu stjórnvalda. Hanna Katrín kallar hins vegar eftir því í pistli sínum að núverandi ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af flokkum sem allir eru andvígir því að gengið verði í Evrópusambandið, beiti sér fyrir því að skref verði tekin í átt að inngöngu. Þvert á það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir síðustu þingkosningar. Forystumenn Viðreisnar vilja gjarnan meina að hávær krafa sé uppi um það hér á landi að gengið verði í Evrópusambandið. Á sama tíma mælist fylgi flokksins, sem einn leggur áherzlu á málið og var auk þess beinlínis stofnaður í kringum það, innan við 10%. Nú síðast 7%. Minna en í síðustu kosningum. Vitanlega er meira en sjálfsagt og eðlilegt að umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu um það hvort rétt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er hins vegar eðli málsins samkvæmt alfarið á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka sem hlynntir eru því markmiði að vinna að því en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun