Um faraldurinn eingöngu - voru ráðleggingar stjórnvalda um bólusetningar gegn COVID-19 réttmætar? Kári Stefánsson og Ingileif Jónsdóttir skrifa 11. ágúst 2023 20:35 Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. Þegar stjórnvöld ákváðu að ráðleggja bólusetningar í helstu áhættuhópum fyrst, einkum öldruðum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, og síðan yngra fólki almennt lágu fyrir niðurstöður umfangsmikilla fasa 3 rannsókna sem sýndu ótrívætt fram á að bóluefnin vernda mjög vel gegn COVID-19 sjúkdómnum, best gegn alvarlegum og lífshótandi sjúkdómi. Öll bóluefnin sem voru notuð á Íslandi veita 90%-100% vernd gegn alvarlegum COVID sjúkdómi, dauða og/eða sjúkrahússinnlögn. Aukaverkarir voru almennt vægar og sambærilegar við þær sem orsakast af flestum bóluefnum og öðrum lyfjum, en öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir einhver hætta á aukaverkunum. Allar skýrslur um framkvæmd og niðurstöður rannsókna sem voru lagðar fyrir leyfisveitendur í Evrópu (EMA) og Bandaríkjunum (FDA) eru öllum aðgengilegar og helstu niðurstöður rannsókna sem lágu að baki leyfisveitinga voru birtar í virtum vísindaritum (sjá heimildir). Bóluefnin sem notuð voru á Íslandi eru: Pfizer (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 43.448 þátttakendur) 90-100% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 94,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 90% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (1). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 74-85% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Moderna (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 28.207 þátttakendur) 90-95% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 86,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (2). AstraZeneca (veiruferjubóluefni, 2 skammtar, 11.636 þátttakendur) 79% vernd gegn COVID-19, 60% þátttakenda höfðu undirliggjandi sjúkdóm, 80% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða (3). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 94% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Janssen (veiruferjubóluefni, 1 skammtur, 43,783 þátttakendur) 67% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, 85,4% vernd gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi, en 74% vernd gegn einkennalaus smiti, 63% vernd í öllum aldurshópum, báðum kynjum, ólíkum kynþáttum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, 100% vernd sjúkrahúsinnlögn vegna COVID-19 (4). Bæði vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, einkum alvarlegum sjúkdómi, og fátíðar alvarlegar aukaverkanir var með því besta sem þekkist. Vernd bólusetninga gegn smiti og dreifingu þess í nærumhverfi Vernd gegn COVID-19 smiti var minni en vonir stóðu til, en skipti máli þó hún væri skammvinn. Rannsóknir sýndu að 1 skammtur af Pfizer bóluefninu veitt 46% vernd gegn PCR staðfestu smiti og 2 skammtar veittu 92% vernd (1). Einn skammtur af Moderna bóluefninu var talinn veita 61% vernd gegn því að smita aðra. Einn skammtur af Janssen bóluefninu veitti 74% vernd gegn einkennalausri sýnkingu og var þannig talinn draga úr smitun annara (4). Þrátt fyrir að vernd bólusetningar gegn smiti væri verulega minni en gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi og COVID-19 almennt þá minnkar hún dreifingu smits til annara í nánu umgengi og hefur þannig áhrif á dreifingu þess í samfélaginu. Rannsókn á um milljón manns sýndi að þeir sem smituðust og voru bólusettir með Pfizer eða AstraZeneca bóluefninu smituðu helmingi færri á heimilum sínum en þeir sem eru óbólusettir (5). Aukaverkanir í kjölfar COVID-19 sýkingar og bólusetninga gegn COVID-19: Stór samanburðarrannsókn á alvarlegum afleiðingum COVID-19 sýkingar annars vegar og bólusetninga með mRNA bóluefni gegn COVID-19 hins vegar sýndi að alvarlegar afleiðingar sem helst verða af COVID-19 sýkingu eru hjartsláttartruflanir, bráð nýrnabilun, lungnablóðrek, blóðtappar og hjartaáföll, en hjartavöðva- eða gollurshússbólga er er einnig auknin en minna. Flestar þessar alvarlegu afleiðingar COVID-19 sýkingarinnar eru ekki auknar eftir bólusetningu, m.v. staðlaðan viðmiðunarhóp (6). Þeir sem eru bólusettir með mRNA bóluefni (Pfizer) eru í 3,24 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (884,828 í hvorum hópi), en þeir sem veikjast af COVID-19 eru í 18,28 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (233.392 í hvorum hópi) (6). Rannsóknin sýndi á óyggjandi hátt að hættan á þessum tveim alvarlegu afleiðingum COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum. Blóðtappi var önnum alvarleg en mjög sjaldgæf aukaverkun af bólusetningum. Snemma birtust greinar um sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð eftir bólusetningu með veiruferjubóluefni AstraZeneca, 5 tilfelli í Noregi og 11 í Þýskalandi og Austurríki. Í rannsókn Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA á 86 tilfellum blóðtappa (18 létust) innan tveggja vikna frá bólusetningu 25 milljóna einstaklinga sýndi að það var ekki aukin áhætta á blóðtöppum almennt, og þessi sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð var mjög sjaldgæf og mat stofnunarinnar að heildar ávinningur af bólusetningum til að koma í veg fyrir COVID-19 væri meiri en áhættan. Ekki væri hægt að útiloka tengsl sjaldgæfrar gerðar blóðtappa með blóðflögufæð og bólusetinga, og er hún nú skráð sem möguleg aukaverkun tengd bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn COVID-19. Þar sem þessi mögulega aukaverkun kom einkum fram hjá konum undir 60 ára ákváðu íslensk stjórnvöld að þeim væru boðin önnur bóluefni, þ.e. mRNA bóluefni Pfizer og Moderna. Alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost eru afar sjaldgæfar aukaverkanir af mRNA bóluefnum Pfizer (11 af 1 milljón bólusettra) og Moderna (2,5) af 1 milljón bólusettra (1 og 2). Því var þeim sem höfðu sögu um alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost ráðlagt að þiggja veiruferjubóluefni AstraZeneca eða Janssen. Vernd bólusetninga gegn nýrri afbrigðum veirunnar sem veldur COVID, sem sum eru meira smitandi en það upprunalega Upprunalegu bóluefnin (2 skammtar mRNA eða veiruferjubóluefni) veita minni vernd gegn COVID sjúkdómi af völdum ómíkron afbrigðis veirunnar sem veldur COVID (48.9-65.5%) en gegn upprunalega afbrigðinu (90-100), en minni minnkun gegn delta (82.8-90.9%). Verndin eykst verulega eftir örvunarskammt (3ja skammt) með mRNA bóluefni (ómíkron 62.4-73.9%, delta 95.1-97%). Verndin minnkar með tímanum (7). Nú eru komin bólefni sem innihalda gen fyrir spike prótein bæði upprunalega afbrigðis COVID-19 veirunnar og ómíkron afbrigðisins og rannsóknir sýna að viðbótarskammtur af nýju bólefnunum gefur enn betra ónæmissvar gegn ómíkron en upprunalegu bóluefnin og hafa þannig breiðari virkni (8). Þessi nýju bóluefni hafa staðið Íslendingum til boða frá ársbyrjun 2023. Við viljum benda á að tíðni fullrar bólusetningar með viðbótarskömmtum gegn COVID-19 er einna hæst á Íslandi af há- og meðaltekjulöndum heims, sem á líklega stóran þátt í að dánartíðni á völdum COVID-19 er einna lægst. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir og að flestar þeirra standist skoðun í ljósi þekkingar sem við höfum í dag á heimsfaraldri COVID-19. Það var gæfa okkar að íslensk stjórnvöld byggðu ákvarðanir á ráðgjöf sérfræðinga og tillögum sóttvarnarlæknis, sem var í nánum samskiptum við norræna, evrópska og alþjóðlega sérfræðihópa um bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur, prófessor emerita Kári Stefánsson, læknir og vísindamaður Heimildir: 1) Polack FP et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2034577 2) Baden LR et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2035389 3) Voysey M et al. The Lancet 2021 - https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)32661-1/fulltext 4) Sadoff J et al. N Engl J Med. 2021 - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33882225/ 5) Harris RJ et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmc2107717 6) Barda N et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2110475 7) Andrews N et al. N Engl J Med 2022 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa2119451 8) Lee IT et al. The Lancet 2023 - https://doi.org/10.1016/S1473-3099(23)00295-5 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kári Stefánsson Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. Þegar stjórnvöld ákváðu að ráðleggja bólusetningar í helstu áhættuhópum fyrst, einkum öldruðum og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, og síðan yngra fólki almennt lágu fyrir niðurstöður umfangsmikilla fasa 3 rannsókna sem sýndu ótrívætt fram á að bóluefnin vernda mjög vel gegn COVID-19 sjúkdómnum, best gegn alvarlegum og lífshótandi sjúkdómi. Öll bóluefnin sem voru notuð á Íslandi veita 90%-100% vernd gegn alvarlegum COVID sjúkdómi, dauða og/eða sjúkrahússinnlögn. Aukaverkarir voru almennt vægar og sambærilegar við þær sem orsakast af flestum bóluefnum og öðrum lyfjum, en öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir einhver hætta á aukaverkunum. Allar skýrslur um framkvæmd og niðurstöður rannsókna sem voru lagðar fyrir leyfisveitendur í Evrópu (EMA) og Bandaríkjunum (FDA) eru öllum aðgengilegar og helstu niðurstöður rannsókna sem lágu að baki leyfisveitinga voru birtar í virtum vísindaritum (sjá heimildir). Bóluefnin sem notuð voru á Íslandi eru: Pfizer (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 43.448 þátttakendur) 90-100% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 94,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 90% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (1). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 74-85% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Moderna (mRNA bóluefni, 2 skammtar, 28.207 þátttakendur) 90-95% vernd í öllum hópum óháð aldri, kyni, kynþætti og undirliggjandi sjúkdómum, 86,7% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi (2). AstraZeneca (veiruferjubóluefni, 2 skammtar, 11.636 þátttakendur) 79% vernd gegn COVID-19, 60% þátttakenda höfðu undirliggjandi sjúkdóm, 80% vernd gegn COVID-19 hjá eldra fólki (65 ára og eldri), 100% vernd gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða (3). Fljótlega bættust við niðurstöður rannsókna sem sýndu að einn skammtur veitti 94% vernd gegn sjúkrahúsinnlögn af völdum COVID-19. Janssen (veiruferjubóluefni, 1 skammtur, 43,783 þátttakendur) 67% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, 85,4% vernd gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi, en 74% vernd gegn einkennalaus smiti, 63% vernd í öllum aldurshópum, báðum kynjum, ólíkum kynþáttum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, 100% vernd sjúkrahúsinnlögn vegna COVID-19 (4). Bæði vernd gegn COVID-19 sjúkdómi, einkum alvarlegum sjúkdómi, og fátíðar alvarlegar aukaverkanir var með því besta sem þekkist. Vernd bólusetninga gegn smiti og dreifingu þess í nærumhverfi Vernd gegn COVID-19 smiti var minni en vonir stóðu til, en skipti máli þó hún væri skammvinn. Rannsóknir sýndu að 1 skammtur af Pfizer bóluefninu veitt 46% vernd gegn PCR staðfestu smiti og 2 skammtar veittu 92% vernd (1). Einn skammtur af Moderna bóluefninu var talinn veita 61% vernd gegn því að smita aðra. Einn skammtur af Janssen bóluefninu veitti 74% vernd gegn einkennalausri sýnkingu og var þannig talinn draga úr smitun annara (4). Þrátt fyrir að vernd bólusetningar gegn smiti væri verulega minni en gegn alvarlegum lífshótandi sjúkdómi og COVID-19 almennt þá minnkar hún dreifingu smits til annara í nánu umgengi og hefur þannig áhrif á dreifingu þess í samfélaginu. Rannsókn á um milljón manns sýndi að þeir sem smituðust og voru bólusettir með Pfizer eða AstraZeneca bóluefninu smituðu helmingi færri á heimilum sínum en þeir sem eru óbólusettir (5). Aukaverkanir í kjölfar COVID-19 sýkingar og bólusetninga gegn COVID-19: Stór samanburðarrannsókn á alvarlegum afleiðingum COVID-19 sýkingar annars vegar og bólusetninga með mRNA bóluefni gegn COVID-19 hins vegar sýndi að alvarlegar afleiðingar sem helst verða af COVID-19 sýkingu eru hjartsláttartruflanir, bráð nýrnabilun, lungnablóðrek, blóðtappar og hjartaáföll, en hjartavöðva- eða gollurshússbólga er er einnig auknin en minna. Flestar þessar alvarlegu afleiðingar COVID-19 sýkingarinnar eru ekki auknar eftir bólusetningu, m.v. staðlaðan viðmiðunarhóp (6). Þeir sem eru bólusettir með mRNA bóluefni (Pfizer) eru í 3,24 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (884,828 í hvorum hópi), en þeir sem veikjast af COVID-19 eru í 18,28 sinnum meiri áhættu á að fá hjartavöðva- eða gollurshússbólgu en viðmiðunarhópur staðlaður m.t.t. aldurs og kyns (233.392 í hvorum hópi) (6). Rannsóknin sýndi á óyggjandi hátt að hættan á þessum tveim alvarlegu afleiðingum COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum. Blóðtappi var önnum alvarleg en mjög sjaldgæf aukaverkun af bólusetningum. Snemma birtust greinar um sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð eftir bólusetningu með veiruferjubóluefni AstraZeneca, 5 tilfelli í Noregi og 11 í Þýskalandi og Austurríki. Í rannsókn Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA á 86 tilfellum blóðtappa (18 létust) innan tveggja vikna frá bólusetningu 25 milljóna einstaklinga sýndi að það var ekki aukin áhætta á blóðtöppum almennt, og þessi sjaldgæfa gerð blóðtappa með blóðflögufæð var mjög sjaldgæf og mat stofnunarinnar að heildar ávinningur af bólusetningum til að koma í veg fyrir COVID-19 væri meiri en áhættan. Ekki væri hægt að útiloka tengsl sjaldgæfrar gerðar blóðtappa með blóðflögufæð og bólusetinga, og er hún nú skráð sem möguleg aukaverkun tengd bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn COVID-19. Þar sem þessi mögulega aukaverkun kom einkum fram hjá konum undir 60 ára ákváðu íslensk stjórnvöld að þeim væru boðin önnur bóluefni, þ.e. mRNA bóluefni Pfizer og Moderna. Alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost eru afar sjaldgæfar aukaverkanir af mRNA bóluefnum Pfizer (11 af 1 milljón bólusettra) og Moderna (2,5) af 1 milljón bólusettra (1 og 2). Því var þeim sem höfðu sögu um alvarleg ofnæmisviðbrögð og ofnæmislost ráðlagt að þiggja veiruferjubóluefni AstraZeneca eða Janssen. Vernd bólusetninga gegn nýrri afbrigðum veirunnar sem veldur COVID, sem sum eru meira smitandi en það upprunalega Upprunalegu bóluefnin (2 skammtar mRNA eða veiruferjubóluefni) veita minni vernd gegn COVID sjúkdómi af völdum ómíkron afbrigðis veirunnar sem veldur COVID (48.9-65.5%) en gegn upprunalega afbrigðinu (90-100), en minni minnkun gegn delta (82.8-90.9%). Verndin eykst verulega eftir örvunarskammt (3ja skammt) með mRNA bóluefni (ómíkron 62.4-73.9%, delta 95.1-97%). Verndin minnkar með tímanum (7). Nú eru komin bólefni sem innihalda gen fyrir spike prótein bæði upprunalega afbrigðis COVID-19 veirunnar og ómíkron afbrigðisins og rannsóknir sýna að viðbótarskammtur af nýju bólefnunum gefur enn betra ónæmissvar gegn ómíkron en upprunalegu bóluefnin og hafa þannig breiðari virkni (8). Þessi nýju bóluefni hafa staðið Íslendingum til boða frá ársbyrjun 2023. Við viljum benda á að tíðni fullrar bólusetningar með viðbótarskömmtum gegn COVID-19 er einna hæst á Íslandi af há- og meðaltekjulöndum heims, sem á líklega stóran þátt í að dánartíðni á völdum COVID-19 er einna lægst. Við viljum ítreka þá skoðun okkar að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir og að flestar þeirra standist skoðun í ljósi þekkingar sem við höfum í dag á heimsfaraldri COVID-19. Það var gæfa okkar að íslensk stjórnvöld byggðu ákvarðanir á ráðgjöf sérfræðinga og tillögum sóttvarnarlæknis, sem var í nánum samskiptum við norræna, evrópska og alþjóðlega sérfræðihópa um bólusetningar og varnir gegn smitsjúkdómum. Ingileif Jónsdóttir, ónæmisfræðingur, prófessor emerita Kári Stefánsson, læknir og vísindamaður Heimildir: 1) Polack FP et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2034577 2) Baden LR et al. N Engl J Med - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2035389 3) Voysey M et al. The Lancet 2021 - https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)32661-1/fulltext 4) Sadoff J et al. N Engl J Med. 2021 - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33882225/ 5) Harris RJ et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmc2107717 6) Barda N et al. N Engl J Med 2021 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/nejmoa2110475 7) Andrews N et al. N Engl J Med 2022 - https://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa2119451 8) Lee IT et al. The Lancet 2023 - https://doi.org/10.1016/S1473-3099(23)00295-5
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun