Göngum í dag – hlaupum á morgun Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. ágúst 2023 12:01 Það er gott að tilheyra samfélagi sem stendur saman með mannréttindum. Einu sinni á ári sýnum við samstöðu með hinsegin fólki með því að troðfylla miðbæ Reykjavíkar í tilefni Gleðigöngunnar. Svona skýr og sterk samstaða er allt annað en sjálfsögð ef við lítum á stöðuna í ýmsum löndum í kringum okkur. Að mörgu leyti getum við líka verið hreykin af árangrinum sem náðst hefur í gegnum árin, breyttum viðhorfum og bættu regluverki, en allt of margt er óklárað. Gleðjumst og göngum saman í dag, en gleymum því ekki að enn er mikil barátta framundan. Stöndum saman gegn bakslaginu Þrátt fyrir samstöðuna sem samfélagið sýnir í Gleðigöngunni hefur orðið raunverulegt bakslag í viðhorfum til hinsegin fólks á síðustu árum. Hinsegin ungmenni urðu fyrst fyrir barðinu á því, þau hafa í nokkur ár bent ráðafólki á aukna fordóma og áreitni sem þau hafa orðið fyrir. Því miður hefur staðið á viðbrögðum frá stjórnvöldum. Það var ekki fyrr en á síðasta vetri sem ríkisstjórnin lagði fyrir þingið löngu tímabæra tillögu um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu. Sú tillaga var síðan ekki í meiri forgangi en svo að þegar kom að því að grisja málaskrána fyrir þinglok í vor, þá var ríkisstjórnin til í að slátra áætluninni. Aðgerðum gegn hatursorðræðu þarf að fylgja eftir, alveg til enda, því bakslagið er raunverulegt og hættulegt vandamál sem snertir sérstaklega viðkvæma hópa. Hópa sem við sýnum samstöðu í Gleðigöngunni en ríkisstjórnin þarf líka að standa með alla leið. Fjölbreytileiki kallar á sveigjanleika Þegar ný lög taka gildi og það kemst reynsla á hvernig þau virka, þá er eðlilegt að þurfi að breyta þeim og bæta. Í tilviki laga um kynrænt sjálfræði kom t.d. í ljós strax fyrsta virka daginn að í þeim lagt sérstakt á fólk sem vildi leiðrétta kynskráningu sína. Þegar Alþingi áttaði sig loksins á því hversu ósanngjarn þessi transskattur var, þá var hann afnuminn með öllum greiddum atkvæðum. Ennþá eru ótal smáatriði sem þarf að lagfæra í lögunum – sem eru samt mörg stórmál fyrir fólkið sem lögin eiga að vernda. Til dæmis er óskiljanlegt misræmi í reglum um nafnabreytingar, þannig að fólk getur valið sér fornafn óháð kynskráningu, en eftirnöfnum má bara breyta í samræmi við það hvort fólk er skráð karl, kona eða með hlutlausa skráningu í þjóðskrá. Kynvitund fólks er á skala, ekki í þremur hólfum, og lagaumhverfið á að virða það. Ein af ástæðunum fyrir því að fólk veigrar sér við að velja hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá snýst síðan um persónulegt öryggi þeirra. Það er nefnilega meira en að segja það að ferðast til lands þar sem fordómar eru miklir og þurfa að framvísa vegabréfi þar sem kynseginleiki einstaklingsins er sérstaklega skráður. Þessu þarf ríkið að bregðast við, t.d. með því að heimila fólki með hlutlausa skráningu kyns að eiga aukavegabréf með annarri kynskráningu. Á síðasta vetri lagði ég fram frumvarp um stöðu kynsegin fólks, sem tekur á þessum atriðum. Það náði ekki í umræðu fyrir sumarhlé, en verður lagt fram strax við þingbyrjun í haust. Ég vona að sem flest þingfólk styðji málið – enda snýst það bæði um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi kynsegin fólks. Erfið fæðing hjá ráðherra klósettmála Eitt af því einfaldasta sem átti að fylgja lögum um kynrænt sjálfræði var að breyta reglum þannig að kynhlutlaus salernis- og búningsaðstaða yrði í boði fyrir fólk sem skilgreinir sig hvorki sem karl né konu. Til að gera það að meginreglunni þarf einfalda breytingu á reglugerðum hjá tveimur ráðuneytum. Annað ráðuneytið steig loksins skref í þessa átt þremur árum eftir að lögin tóku gildi – það var í janúar 2022 þegar umhverfisráðuneytið setti drög að nýrri hollustuháttareglugerð í samráðsgátt. Ári seinna hafði ekkert gerst, þannig að ég spurði hvenær ráðuneytið ætlaði að klára málið. Ráðuneytið svaraði og sagðist ætla að ljúka endurskoðuninni í febrúar sl. Þegar sá frestur var löngu liðinn og ekkert bólaði á klósettreglugerð Guðlaugs Þórs spurði ég aftur um tímasetningu. Nú eru fimm mánuðir liðnir án þess að ráðuneytið sé búið að svara þeirri fyrirspurn (töluvert meira en 15 daga fresturinn sem það hefur skv. lögum) og fjögur ár liðin síðan lög um kynrænt sjálfræði kölluðu á að þau breyttu þessum reglum. Þessar ótrúlegu tafir ráðuneytisins á einfaldri reglubreytingu gefa ekki til kynna að ríkisstjórnin hafi málefni hinsegin fólks í forgangi. Ráðherrum finnist litlu skipta að setja skýrar reglur svo fólk geti vitað að það komist óáreitt á klósettið í skólanum eða vinnunni, að það geti treyst á búningsaðstöðu í sundi eða ræktinni. Biðlistar á biðlista ofan Ein stærsta úrbótin með lögum um kynrænt sjálfræði var að fólki er í dag sjálfu treyst til þess að skilgreina eigið kyn, frekar en að þurfa upp á náð og miskunn sérfræðinefndar að fá vottorð upp á að vera það sem það er. Það þýðir samt ekki að öllum hindrunum hafi verið rutt úr vegi innan kerfisins og í dag er ein sú stærsta mjög kunnugleg: fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Það er sorgleg staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki sett fjármögnun á kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu í forgang. Biðlistar eru óþolandi langir og margfaldir. Í dag er biðlisti til að komast í þjónustu transteyma, þar sem aftur tekur við bið eftir því að fá þá heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er. Og á meðan er ekki boðið upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu til að gera fólki biðina bærilegri. Hér verður ríkisstjórnin að taka sig á. Í dag ganga margir ráðherrarnir í Gleðigöngunni. Eftir mánuð þurfa þau að sýna að þeim hefi verið alvara með því – þau þurfa að leggja fram fjárlög sem útrýma biðlistunum. Það er ekki hægt að slá sér á brjóst fyrir að standa framarlega í málefnum hinsegin og kynsegin fólks, en vanrækja kerfin sem þau stóla á. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Hinsegin Gleðigangan Jafnréttismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Það er gott að tilheyra samfélagi sem stendur saman með mannréttindum. Einu sinni á ári sýnum við samstöðu með hinsegin fólki með því að troðfylla miðbæ Reykjavíkar í tilefni Gleðigöngunnar. Svona skýr og sterk samstaða er allt annað en sjálfsögð ef við lítum á stöðuna í ýmsum löndum í kringum okkur. Að mörgu leyti getum við líka verið hreykin af árangrinum sem náðst hefur í gegnum árin, breyttum viðhorfum og bættu regluverki, en allt of margt er óklárað. Gleðjumst og göngum saman í dag, en gleymum því ekki að enn er mikil barátta framundan. Stöndum saman gegn bakslaginu Þrátt fyrir samstöðuna sem samfélagið sýnir í Gleðigöngunni hefur orðið raunverulegt bakslag í viðhorfum til hinsegin fólks á síðustu árum. Hinsegin ungmenni urðu fyrst fyrir barðinu á því, þau hafa í nokkur ár bent ráðafólki á aukna fordóma og áreitni sem þau hafa orðið fyrir. Því miður hefur staðið á viðbrögðum frá stjórnvöldum. Það var ekki fyrr en á síðasta vetri sem ríkisstjórnin lagði fyrir þingið löngu tímabæra tillögu um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu. Sú tillaga var síðan ekki í meiri forgangi en svo að þegar kom að því að grisja málaskrána fyrir þinglok í vor, þá var ríkisstjórnin til í að slátra áætluninni. Aðgerðum gegn hatursorðræðu þarf að fylgja eftir, alveg til enda, því bakslagið er raunverulegt og hættulegt vandamál sem snertir sérstaklega viðkvæma hópa. Hópa sem við sýnum samstöðu í Gleðigöngunni en ríkisstjórnin þarf líka að standa með alla leið. Fjölbreytileiki kallar á sveigjanleika Þegar ný lög taka gildi og það kemst reynsla á hvernig þau virka, þá er eðlilegt að þurfi að breyta þeim og bæta. Í tilviki laga um kynrænt sjálfræði kom t.d. í ljós strax fyrsta virka daginn að í þeim lagt sérstakt á fólk sem vildi leiðrétta kynskráningu sína. Þegar Alþingi áttaði sig loksins á því hversu ósanngjarn þessi transskattur var, þá var hann afnuminn með öllum greiddum atkvæðum. Ennþá eru ótal smáatriði sem þarf að lagfæra í lögunum – sem eru samt mörg stórmál fyrir fólkið sem lögin eiga að vernda. Til dæmis er óskiljanlegt misræmi í reglum um nafnabreytingar, þannig að fólk getur valið sér fornafn óháð kynskráningu, en eftirnöfnum má bara breyta í samræmi við það hvort fólk er skráð karl, kona eða með hlutlausa skráningu í þjóðskrá. Kynvitund fólks er á skala, ekki í þremur hólfum, og lagaumhverfið á að virða það. Ein af ástæðunum fyrir því að fólk veigrar sér við að velja hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá snýst síðan um persónulegt öryggi þeirra. Það er nefnilega meira en að segja það að ferðast til lands þar sem fordómar eru miklir og þurfa að framvísa vegabréfi þar sem kynseginleiki einstaklingsins er sérstaklega skráður. Þessu þarf ríkið að bregðast við, t.d. með því að heimila fólki með hlutlausa skráningu kyns að eiga aukavegabréf með annarri kynskráningu. Á síðasta vetri lagði ég fram frumvarp um stöðu kynsegin fólks, sem tekur á þessum atriðum. Það náði ekki í umræðu fyrir sumarhlé, en verður lagt fram strax við þingbyrjun í haust. Ég vona að sem flest þingfólk styðji málið – enda snýst það bæði um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi kynsegin fólks. Erfið fæðing hjá ráðherra klósettmála Eitt af því einfaldasta sem átti að fylgja lögum um kynrænt sjálfræði var að breyta reglum þannig að kynhlutlaus salernis- og búningsaðstaða yrði í boði fyrir fólk sem skilgreinir sig hvorki sem karl né konu. Til að gera það að meginreglunni þarf einfalda breytingu á reglugerðum hjá tveimur ráðuneytum. Annað ráðuneytið steig loksins skref í þessa átt þremur árum eftir að lögin tóku gildi – það var í janúar 2022 þegar umhverfisráðuneytið setti drög að nýrri hollustuháttareglugerð í samráðsgátt. Ári seinna hafði ekkert gerst, þannig að ég spurði hvenær ráðuneytið ætlaði að klára málið. Ráðuneytið svaraði og sagðist ætla að ljúka endurskoðuninni í febrúar sl. Þegar sá frestur var löngu liðinn og ekkert bólaði á klósettreglugerð Guðlaugs Þórs spurði ég aftur um tímasetningu. Nú eru fimm mánuðir liðnir án þess að ráðuneytið sé búið að svara þeirri fyrirspurn (töluvert meira en 15 daga fresturinn sem það hefur skv. lögum) og fjögur ár liðin síðan lög um kynrænt sjálfræði kölluðu á að þau breyttu þessum reglum. Þessar ótrúlegu tafir ráðuneytisins á einfaldri reglubreytingu gefa ekki til kynna að ríkisstjórnin hafi málefni hinsegin fólks í forgangi. Ráðherrum finnist litlu skipta að setja skýrar reglur svo fólk geti vitað að það komist óáreitt á klósettið í skólanum eða vinnunni, að það geti treyst á búningsaðstöðu í sundi eða ræktinni. Biðlistar á biðlista ofan Ein stærsta úrbótin með lögum um kynrænt sjálfræði var að fólki er í dag sjálfu treyst til þess að skilgreina eigið kyn, frekar en að þurfa upp á náð og miskunn sérfræðinefndar að fá vottorð upp á að vera það sem það er. Það þýðir samt ekki að öllum hindrunum hafi verið rutt úr vegi innan kerfisins og í dag er ein sú stærsta mjög kunnugleg: fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Það er sorgleg staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki sett fjármögnun á kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu í forgang. Biðlistar eru óþolandi langir og margfaldir. Í dag er biðlisti til að komast í þjónustu transteyma, þar sem aftur tekur við bið eftir því að fá þá heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er. Og á meðan er ekki boðið upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu til að gera fólki biðina bærilegri. Hér verður ríkisstjórnin að taka sig á. Í dag ganga margir ráðherrarnir í Gleðigöngunni. Eftir mánuð þurfa þau að sýna að þeim hefi verið alvara með því – þau þurfa að leggja fram fjárlög sem útrýma biðlistunum. Það er ekki hægt að slá sér á brjóst fyrir að standa framarlega í málefnum hinsegin og kynsegin fólks, en vanrækja kerfin sem þau stóla á. Höfundur er þingmaður Pírata.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun