Farsímabann í skólum. Siðfár eða raunverulegur vandi Óttar Birgisson skrifar 14. ágúst 2023 08:30 Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun