Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 12:46 Utanríkisráðherra segir veru bandaríska hersins hér á landi fela í sér mikla æfingu fyrir starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu í Keflavík. Steingrímur Dúi/ U.S Airforce Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira