Gætu frestað ákvörðun varðandi framtíð Greenwood þangað til í september Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 07:01 Mason Greenwood var meðal annars ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Getty Images/Paul Currie Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans Mason Greenwood. Talið er líklegt að félagið gæti tilkynnt ákvörðun sína í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira
Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Sjá meira