Spænski framherjinn Álvaro Morata braut ísinn fyrir heimamenn þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Samu jafnaði fyrir gestina þegar klukkustund var liðin en lengra komust Granada-menn ekki.
Hollenski framherjann Memphis hafði komið inn fyrir Morata á 58. mínútu og hann kom Atlético aftur yfir níu mínútum síðar með sannkölluðu þrumuskoti.
Það stefndi allt í 2-1 sigur heimamanna en hinn fjölhæfi Marcus Llorente bætti við þriðja marki Atlético í uppbótartíma og heimamenn unnu því sanngjarnan 3-1 sigur.