Látum þau borða gaslýsingar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. ágúst 2023 07:31 „Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Halldór Auðar Svansson Píratar Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar