Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Kristinn Haukur Guðnason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. ágúst 2023 23:51 Guðbrandur er ómyrkur í máli í garð ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis og félagsmálaráðuneytanna sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu. Lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja hins vegar að sveitarfélögin eigi ekki að taka við þeim. Ekkert samráð við sveitarfélögin „Í mínum huga er þetta algjört bull. Þetta er ný tegund af fangelsi,“ segir Guðbrandur aðspurður um hugmynd dómsmálaráðherra. Guðbrandur hefur áratuga reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars setið sem forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hann er heldur ekki hrifinn af stefnu forsætis og félagsmálaráðherra að skella öllu á sveitarfélögin. „Ráðherra félagsmála nefndi það í ræðupúltinu, þegar það var verið að semja þessi lög, að sveitarfélögin myndu koma að þessu með einhverjum hætti. En þessi orð virðast hafa fallið án samráðs við sveitarfélögin því við höfum verið að sjá viðbrögð frá sveitarfélögunum. Þau eru öll á einn veg. Það var ekkert samráð haft við sveitarfélögin og ég skil ekki að málaflokkur sem hefur verið á hendi ríkisins sé sjálfkrafa færður yfir til sveitarfélaganna. Ég næ því bara ekki,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að málefni flóttafólks sé stórt mál í sínum heimabæ. Álagið sé mjög mikið og ríkið sé með um 1100 manns á sínum vegum sem hafa dvalið í bænum án úrlausnar og án þess að það sé til staðar þjónustusamningur við sveitarfélagið. „Þetta hefur auðvitað reynt verulega á sveitarfélagið. En þetta sem við erum að upplifa núna hefur engin áhrif á það,“ segir Guðbrandur. Möguleiki að stjórnvöld hafi rangt fyrir sér Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir málin mörg og ólík en ljóst sé af umfjöllun fjölmiðla að þetta sé hópur í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Möguleiki sé á að stjórnvöld komist að rangri niðurstöðu í þeirra málum. „Vandamálið sem við erum að horfa upp á er það að einstaklingar telja sig ekki geta farið heim þó stjórnvöld telji þau geta farið heim. Það sem stjórnvöld eru að leggja til er engin lausn fyrir þessa einstaklinga. Það er hvorki lausn að setja þá út á götuna í enn meiri örbirgð né loka þá inni í einhverjum fangabúðum til æviloka eins og líka hefur verið lagt til,“ segir Arndís. Hún segist ekki hafa lagt þann skilning í lögin að sveitarfélögin myndu grípa fólkið. Áríðandi að leysa vandann Katrín Jakobsdóttir hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það má segja að þetta hafi verið ein af þeim forsendum sem hafðar voru í huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma,“ segir Katrín. Um þrjátíu eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Katrín segir áríðandi að dómsmála og félagsmálaráðuneytin leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún er útfærð,“ segir Katrín. Guðrún hefur aðra sýn á lausn vandans og segist vilja opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem fá endanlega synjun. „Ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu. Ég er að skoða að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún. Katrín segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkti hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og okkur hefur ekki hugnast,“ segir Katrín. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis og félagsmálaráðuneytanna sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu. Lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja hins vegar að sveitarfélögin eigi ekki að taka við þeim. Ekkert samráð við sveitarfélögin „Í mínum huga er þetta algjört bull. Þetta er ný tegund af fangelsi,“ segir Guðbrandur aðspurður um hugmynd dómsmálaráðherra. Guðbrandur hefur áratuga reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars setið sem forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hann er heldur ekki hrifinn af stefnu forsætis og félagsmálaráðherra að skella öllu á sveitarfélögin. „Ráðherra félagsmála nefndi það í ræðupúltinu, þegar það var verið að semja þessi lög, að sveitarfélögin myndu koma að þessu með einhverjum hætti. En þessi orð virðast hafa fallið án samráðs við sveitarfélögin því við höfum verið að sjá viðbrögð frá sveitarfélögunum. Þau eru öll á einn veg. Það var ekkert samráð haft við sveitarfélögin og ég skil ekki að málaflokkur sem hefur verið á hendi ríkisins sé sjálfkrafa færður yfir til sveitarfélaganna. Ég næ því bara ekki,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að málefni flóttafólks sé stórt mál í sínum heimabæ. Álagið sé mjög mikið og ríkið sé með um 1100 manns á sínum vegum sem hafa dvalið í bænum án úrlausnar og án þess að það sé til staðar þjónustusamningur við sveitarfélagið. „Þetta hefur auðvitað reynt verulega á sveitarfélagið. En þetta sem við erum að upplifa núna hefur engin áhrif á það,“ segir Guðbrandur. Möguleiki að stjórnvöld hafi rangt fyrir sér Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir málin mörg og ólík en ljóst sé af umfjöllun fjölmiðla að þetta sé hópur í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Möguleiki sé á að stjórnvöld komist að rangri niðurstöðu í þeirra málum. „Vandamálið sem við erum að horfa upp á er það að einstaklingar telja sig ekki geta farið heim þó stjórnvöld telji þau geta farið heim. Það sem stjórnvöld eru að leggja til er engin lausn fyrir þessa einstaklinga. Það er hvorki lausn að setja þá út á götuna í enn meiri örbirgð né loka þá inni í einhverjum fangabúðum til æviloka eins og líka hefur verið lagt til,“ segir Arndís. Hún segist ekki hafa lagt þann skilning í lögin að sveitarfélögin myndu grípa fólkið. Áríðandi að leysa vandann Katrín Jakobsdóttir hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það má segja að þetta hafi verið ein af þeim forsendum sem hafðar voru í huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma,“ segir Katrín. Um þrjátíu eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Katrín segir áríðandi að dómsmála og félagsmálaráðuneytin leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún er útfærð,“ segir Katrín. Guðrún hefur aðra sýn á lausn vandans og segist vilja opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem fá endanlega synjun. „Ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu. Ég er að skoða að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún. Katrín segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkti hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og okkur hefur ekki hugnast,“ segir Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira