Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2023 06:11 Maðurinn lét sig hverfa þegar vælið í öryggiskerfinu við bílskúrinn á Víðimelnum byrjaði. Rúmum fjórum tímum síðar er talið að hann hafi brotist inn í bíl í hverfinu og náðist þá mynd af honum. Facebook/Skjáskot Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. Þann 4. ágúst síðastliðinn deildi Matti Ernuson færslu á Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Í færslunni mátti sjá óskýra mynd af manni og brotna bílrúðu. Við færsluna stóð (lauslega þýtt úr ensku) „Um 13:30 í dag braut þessi maður rúðuna á bílnum mínum fyrir framan Hringbraut 81.“ Færslan sem Matti Ernuson setti inn á Vesturbæjargrúppuna.Facebook Hann fékk strax viðbrögð við færslunni frá nágrönnum. Ketill Sigurðarson, Vesturbæingur og vörustjóri hjá Securitas, kannaðist við manninn á myndinni. „Hann kom við hjá mér um 9 í morgun og reyndi að komast inn í bílskúr hjá mér. Ég er með myndband úr öryggismyndavél ef það hjálpar þér eitthvað,“ skrifaði Ketill við færsluna. Þá hafði Ketill einnig fundið bíllykla við skúrinn eftir innbrotstilraunina. Vísir hafði samband við báða mennina. Matti hafði ekki tök á að ræða við blaðamann en sagði að málið væri til rannsóknar hjá lögreglu. Hins vegar gat Ketill greint frá frekari málsatvikum og lét Vísi fá tvær klippur af atvikinu sem sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Gerði nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr Reyndi að brjótast inn um þrennar dyr Í myndskeiðinu má sjá tvær klippur sem eru teknar með mínútu millibili. Ketill segir að maðurinn hafi fyrst reynt við aðra bílskúrshurðina áður en hann hamaðist á venjulegri hurð að bílskúrnum. Hann reyndi svo við þriðju hurðina en lét sig hverfa þegar öryggiskerfið fór að væla. Hér má sjá manninn koma að bílskúrnum frá garði nágrannans.Skjáskot „Í fyrra myndbandinu þá labbar hann úr hinum garðinum og byrjar að hamast á bílskúrshurðinni. Svo tekur myndavélin upp aðra klippu þegar hann kemur aftur til baka fyrir hornið,“ segir Ketill um klippurnar tvær. Það sem sést ekki í myndbandinu er að þegar maðurinn hverfur úr mynd milli myndbandanna tveggja þá fer hann fyrir hornið og reynir að brjótast inn í bílskúrinn í gegnum venjulega hurð. „Það er kannski mínúta sem hann hverfur úr mynd, fer að hurðinni, hamast eitthvað á henni en komst ekki inn. En það var nóg til þess að kerfið fór í gang, sem var gott,“ segir Ketill og bætir við „en svo fer hann þarna aftur og prófar hina bílskúrshurðina. Svo heldur hann eitthvað áfram um Vesturbæinn.“ Maðurinn reyndi við allar þrjár hurðir bílskúrsins en komst samt ekki inn.Skjáskot Fjórir tímar milli innbrota Innbrotstilraun mannsins átti sér stað klukkan níu að morgni föstudags. Klukkan hálf tvö reyndi maðurinn að brjótast inn í bíl í næsta nágranni. Líklegt er að maðurinn hafi því ráfað um hverfið þessa rúmlega fjóra klukkutíma á milli. Heyrðirðu í lögreglunni með málið? „Nei, í rauninni ekki. Ég fór bara út og sá að gæinn var farinn,“ segir Ketill en fjölskyldan var öll heima á þessum tíma. „Þegar ég labbaði hérna út sá ég þessa lykla beint fyrir utan og fór á Olís með þá,“ segir Ketill. Við bílskúrshurðina fannst lyklakippa með húslyklum og bíllykli.Aðsent „Ég hugsaði kannski hefur þessi aðili misst þetta, kannski eru þetta lyklarnir hans. Ég skildi lyklana eftir á Olís og bað þá að skila því til hans að þetta hefði verið fyrir utan heimili mitt á Víðimelnum. Þannig hann veit af því,“ segir Ketill glettinn. „Það sem veitir mér hugarró er að ég er með öryggiskerfi á þessu öllu. Þannig ég veit að dótið mitt er öruggt en auðvitað er samt óþægilegt að vita af einhverjum hérna,“ segir Ketill Hortensíuþjófur á bíl Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað sinn sem einhver reynir að brjótast inn hjá Katli. Eftirminnilegast var þegar þjófur gekk upp að húsinu, stal hortensíum og flúði á bíl. „Það var á sunnudagsmorgni. Ég er með kaffibolla í eldhúsglugganum og sé manninn labba upp að útidyrahurðinni þar sem blómin eru og hann tekur þau með sér. Ég horfi á þetta gerast og hleyp út á sloppnum með bollann. Og hann hleypur út í bílinn sinn,“ segir Ketill. „Ég fletti upp bílnúmerinu og fann út hver maðurinn var og sendi skilaboð á hann á Facebook og átti samtal við hann,“ segir hann og hlær. Hvað sagði maðurinn þá? „Hann lét eins og þetta hefði ekki gerst. Þá sagði ég „Ég er með myndband af þér“ og þá svaraði hann „Það hljómar skemmtilegt, myndband af mér með blóm.“ Hann hefur verið í annarlegu ástandi,“ segir Ketill. „Ég hringdi í lögregluna þá alveg strax og þeir fundu hann. Þá var hann búinn að losa sig við þessi blóm en var með eitthvað annað þýfi. En svo kom hann við hjá mér með afsökunargjöf sem hann skildi eftir fyrir utan hjá mér,“ segir Ketill um þennan furðulega þjóf. Finnur fyrir auknum þjófnaði Það vill svo til að Ketill starfar hjá Securitas og hefur því bæði reynslu af notkun og sölu öryggismyndavéla. Hann finnur tilþrifanlega fyrir aukinni sölu á eftirlitsbúnaði. Sem starfsmaður Securitas hefurðu orðið var við frekari innbrot undanfarið? „Ég heyri mikið af þessu í vinnunni svo mín tilfinning er að þetta sé að aukast,“ segir hann. Er fólk að kaupa sér meira af myndavélum en áður? „Fólk er að gera meira af því. Sú þróun er knúin af ýmsum þáttum eins og meiri áhyggjum af persónulegu öryggi, vernd á eignum og svo hefur framboð aukist á snjallöryggisvörum fyrir heimili og verðið er hagkvæmara en áður,“ segir Ketill. „Þegar eitthvað svona gerist, þegar það er búið að ganga mikið á eitthvað ákveðið hverfi þá fáum við fleiri fyrirspurnir,“ segir hann. „Og þetta virðist því miður vera að aukast,“ segir Ketill að lokum. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Innbrotafaraldur á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stendur yfir innbrotahrina þessa dagana. Áréttar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. 28. júlí 2023 11:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þann 4. ágúst síðastliðinn deildi Matti Ernuson færslu á Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Í færslunni mátti sjá óskýra mynd af manni og brotna bílrúðu. Við færsluna stóð (lauslega þýtt úr ensku) „Um 13:30 í dag braut þessi maður rúðuna á bílnum mínum fyrir framan Hringbraut 81.“ Færslan sem Matti Ernuson setti inn á Vesturbæjargrúppuna.Facebook Hann fékk strax viðbrögð við færslunni frá nágrönnum. Ketill Sigurðarson, Vesturbæingur og vörustjóri hjá Securitas, kannaðist við manninn á myndinni. „Hann kom við hjá mér um 9 í morgun og reyndi að komast inn í bílskúr hjá mér. Ég er með myndband úr öryggismyndavél ef það hjálpar þér eitthvað,“ skrifaði Ketill við færsluna. Þá hafði Ketill einnig fundið bíllykla við skúrinn eftir innbrotstilraunina. Vísir hafði samband við báða mennina. Matti hafði ekki tök á að ræða við blaðamann en sagði að málið væri til rannsóknar hjá lögreglu. Hins vegar gat Ketill greint frá frekari málsatvikum og lét Vísi fá tvær klippur af atvikinu sem sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Gerði nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr Reyndi að brjótast inn um þrennar dyr Í myndskeiðinu má sjá tvær klippur sem eru teknar með mínútu millibili. Ketill segir að maðurinn hafi fyrst reynt við aðra bílskúrshurðina áður en hann hamaðist á venjulegri hurð að bílskúrnum. Hann reyndi svo við þriðju hurðina en lét sig hverfa þegar öryggiskerfið fór að væla. Hér má sjá manninn koma að bílskúrnum frá garði nágrannans.Skjáskot „Í fyrra myndbandinu þá labbar hann úr hinum garðinum og byrjar að hamast á bílskúrshurðinni. Svo tekur myndavélin upp aðra klippu þegar hann kemur aftur til baka fyrir hornið,“ segir Ketill um klippurnar tvær. Það sem sést ekki í myndbandinu er að þegar maðurinn hverfur úr mynd milli myndbandanna tveggja þá fer hann fyrir hornið og reynir að brjótast inn í bílskúrinn í gegnum venjulega hurð. „Það er kannski mínúta sem hann hverfur úr mynd, fer að hurðinni, hamast eitthvað á henni en komst ekki inn. En það var nóg til þess að kerfið fór í gang, sem var gott,“ segir Ketill og bætir við „en svo fer hann þarna aftur og prófar hina bílskúrshurðina. Svo heldur hann eitthvað áfram um Vesturbæinn.“ Maðurinn reyndi við allar þrjár hurðir bílskúrsins en komst samt ekki inn.Skjáskot Fjórir tímar milli innbrota Innbrotstilraun mannsins átti sér stað klukkan níu að morgni föstudags. Klukkan hálf tvö reyndi maðurinn að brjótast inn í bíl í næsta nágranni. Líklegt er að maðurinn hafi því ráfað um hverfið þessa rúmlega fjóra klukkutíma á milli. Heyrðirðu í lögreglunni með málið? „Nei, í rauninni ekki. Ég fór bara út og sá að gæinn var farinn,“ segir Ketill en fjölskyldan var öll heima á þessum tíma. „Þegar ég labbaði hérna út sá ég þessa lykla beint fyrir utan og fór á Olís með þá,“ segir Ketill. Við bílskúrshurðina fannst lyklakippa með húslyklum og bíllykli.Aðsent „Ég hugsaði kannski hefur þessi aðili misst þetta, kannski eru þetta lyklarnir hans. Ég skildi lyklana eftir á Olís og bað þá að skila því til hans að þetta hefði verið fyrir utan heimili mitt á Víðimelnum. Þannig hann veit af því,“ segir Ketill glettinn. „Það sem veitir mér hugarró er að ég er með öryggiskerfi á þessu öllu. Þannig ég veit að dótið mitt er öruggt en auðvitað er samt óþægilegt að vita af einhverjum hérna,“ segir Ketill Hortensíuþjófur á bíl Þetta er ekki í fyrsta og ekki í annað sinn sem einhver reynir að brjótast inn hjá Katli. Eftirminnilegast var þegar þjófur gekk upp að húsinu, stal hortensíum og flúði á bíl. „Það var á sunnudagsmorgni. Ég er með kaffibolla í eldhúsglugganum og sé manninn labba upp að útidyrahurðinni þar sem blómin eru og hann tekur þau með sér. Ég horfi á þetta gerast og hleyp út á sloppnum með bollann. Og hann hleypur út í bílinn sinn,“ segir Ketill. „Ég fletti upp bílnúmerinu og fann út hver maðurinn var og sendi skilaboð á hann á Facebook og átti samtal við hann,“ segir hann og hlær. Hvað sagði maðurinn þá? „Hann lét eins og þetta hefði ekki gerst. Þá sagði ég „Ég er með myndband af þér“ og þá svaraði hann „Það hljómar skemmtilegt, myndband af mér með blóm.“ Hann hefur verið í annarlegu ástandi,“ segir Ketill. „Ég hringdi í lögregluna þá alveg strax og þeir fundu hann. Þá var hann búinn að losa sig við þessi blóm en var með eitthvað annað þýfi. En svo kom hann við hjá mér með afsökunargjöf sem hann skildi eftir fyrir utan hjá mér,“ segir Ketill um þennan furðulega þjóf. Finnur fyrir auknum þjófnaði Það vill svo til að Ketill starfar hjá Securitas og hefur því bæði reynslu af notkun og sölu öryggismyndavéla. Hann finnur tilþrifanlega fyrir aukinni sölu á eftirlitsbúnaði. Sem starfsmaður Securitas hefurðu orðið var við frekari innbrot undanfarið? „Ég heyri mikið af þessu í vinnunni svo mín tilfinning er að þetta sé að aukast,“ segir hann. Er fólk að kaupa sér meira af myndavélum en áður? „Fólk er að gera meira af því. Sú þróun er knúin af ýmsum þáttum eins og meiri áhyggjum af persónulegu öryggi, vernd á eignum og svo hefur framboð aukist á snjallöryggisvörum fyrir heimili og verðið er hagkvæmara en áður,“ segir Ketill. „Þegar eitthvað svona gerist, þegar það er búið að ganga mikið á eitthvað ákveðið hverfi þá fáum við fleiri fyrirspurnir,“ segir hann. „Og þetta virðist því miður vera að aukast,“ segir Ketill að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Innbrotafaraldur á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stendur yfir innbrotahrina þessa dagana. Áréttar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. 28. júlí 2023 11:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Innbrotafaraldur á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stendur yfir innbrotahrina þessa dagana. Áréttar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. 28. júlí 2023 11:00