Ríkisstjórnin eins og þrír bátar sem stefna í ólíka átt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 20:33 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Þrjár ríkisstjórnir virðast starfandi í landinu að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir óskýrleika í kringum nýju útlendingalögin enn eina birtingarmynd þess að flokkarnir eigi erfitt með að koma sér saman um stór málefni. Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira