Borgarbúar hætti að taka myndir af sorphirðumönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 22:01 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Vísir/Einar Fjöldi ástæðna skýra það að ruslatunnur hafa víða orðið yfirfullar síðustu vikur. Skrifstofustjóri hjá borginni segir það óþægilegt fyrir sorphirðumenn þegar borgarbúar taka myndir af þeim og myndbönd við störf sín. Ruslageymslur Reykvíkinga hafa margar hverjar orðið yfirfullar síðustu vikur. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í allt að sex vikur eftir heimsókn frá sorphirðumönnum. Bið þessi varð til vegna fjölda vandamála að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Megin ástæðan mun vera sú að tafir voru á afhendingu nýrra sorpbíla sem eru tvískiptir, líkt og tunnurnar sem teknar voru í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í vor og í sumar. „Við létum breyta nokkrum bílum því við áttum von á því að það gæti tafist eitthvað, þó ekki í þrígang. Þeir eru reyndar orðnir það laskaðir og gamlir að þeir eiga það til að bila og það er það sem við lentum í,“ segir Guðmundur. „Svo þegar við erum komin eftir á og róðurinn orðinn þungur erum við að detta inn í helsta orlofstímabil starfsmanna þó við sáum það fyrir og reyndum að fyrirbyggja það þá hægði það enn frekar á okkur.“ Mikilvægt að flokka rétt Einhverjir hafa lent í því að sorphirðumenn hafa mætt en ekki tæmt endurvinnslutunnur við heimili þeirra. Getur það verið vegna þess að ekki hefur verið flokkað rétt í tunnuna. Þá er ekki hægt að tæma úr þeim tunnum í sorpbíl fyrir almennt sorp þar sem vökulir borgarar eru oft tilbúnir með símann þegar sorphirðumennirnir fara á stjá. „Auðvitað vilja þeir ekkert vera í sviðsljósinu stanslaust í sinni vinnu. Þeir eru að reyna að gera sitt allra besta til að vinna upp ástandið með lengri vinnudögum og vinnu um helgar. Við þurfum að gefa þeim frið til þess,“ segir Guðmundur. Reykjavík Sorphirða Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Ruslageymslur Reykvíkinga hafa margar hverjar orðið yfirfullar síðustu vikur. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í allt að sex vikur eftir heimsókn frá sorphirðumönnum. Bið þessi varð til vegna fjölda vandamála að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða Reykjavíkurborgar. Megin ástæðan mun vera sú að tafir voru á afhendingu nýrra sorpbíla sem eru tvískiptir, líkt og tunnurnar sem teknar voru í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í vor og í sumar. „Við létum breyta nokkrum bílum því við áttum von á því að það gæti tafist eitthvað, þó ekki í þrígang. Þeir eru reyndar orðnir það laskaðir og gamlir að þeir eiga það til að bila og það er það sem við lentum í,“ segir Guðmundur. „Svo þegar við erum komin eftir á og róðurinn orðinn þungur erum við að detta inn í helsta orlofstímabil starfsmanna þó við sáum það fyrir og reyndum að fyrirbyggja það þá hægði það enn frekar á okkur.“ Mikilvægt að flokka rétt Einhverjir hafa lent í því að sorphirðumenn hafa mætt en ekki tæmt endurvinnslutunnur við heimili þeirra. Getur það verið vegna þess að ekki hefur verið flokkað rétt í tunnuna. Þá er ekki hægt að tæma úr þeim tunnum í sorpbíl fyrir almennt sorp þar sem vökulir borgarar eru oft tilbúnir með símann þegar sorphirðumennirnir fara á stjá. „Auðvitað vilja þeir ekkert vera í sviðsljósinu stanslaust í sinni vinnu. Þeir eru að reyna að gera sitt allra besta til að vinna upp ástandið með lengri vinnudögum og vinnu um helgar. Við þurfum að gefa þeim frið til þess,“ segir Guðmundur.
Reykjavík Sorphirða Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira